Fótbolti

Llan­fa­ir­pwll­gwyn­gyll­g­og­er­y­chw­yrn­dr­obwll­ll­an­t­ys­il­i­o­g­og­o­g­och í sam­starf við spænsk­u deild­in­a

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Leikmenn sáttir með nýju treyjurnar
Leikmenn sáttir með nýju treyjurnar Skjáskot

Clwb Pêl Droed Llanfair­pwllgwyngyll­gogery­chwyrn­drobwll­llan­tysilio­gogo­goch, einnig þekktur sem CPD Llanfairpwll FC hefur gengið frá samstarfssamningi við La Liga, spænsku úrvalsdeildina. 

Velski bærinn ber lengsta nafn nokkurs staðar í Evrópu. Hann hefur þó ekki alltaf heitið þessu nafni, því var breytt á 20. öld til að laða að fleiri ferðamenn. Hér má sjá hvernig nafnið er borið fram: 

Félagið leikur í fimmtu efstu deild í Wales og er staðsett á eyjunni Anglesey. Fullt nafn félagsins er á merki þess, en LaLiga hefur nú keypt auglýsingaréttinn framan á búningi þeirra fyrir þetta tímabil. Nýju treyjurnar verða frumsýndar þegar liðið leikur gegn erkifjendum sínum í Holyhead Town FC næsta laugardag. 

Auk þess að kaupa auglýsingarétt á treyju félagsins gaf LaLiga bænum að gjöf nýtt skilti þar sem stendur velkomin til Llanfair­pwllgwyngyll­gogery­chwyrn­drobwll­llan­tysilio­gogo­goch. Öllum "L-um" skiltisins var breytt í merki LaLiga deildarinnar. 

Félagið mun á næstu dögum setja treyjurnar í sölu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×