Innlent

Ozempic ófáanlegt en væntanlegt

Lovísa Arnardóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa
Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt.
Eftirspurn eftir Ozempic hefur aukist verulega víða um heim eftir að erlendar stjörnur og áhrifavaldur hömpuðu því sem undralyfi sem gerði þeim kleift að léttast hratt. Vísir/EPA

Blóðsykurslyfið Ozempic hefur verið ófáanlegt á landinu frá því í sumar en er væntanlegt aftur í sölu í næstu viku. Lyfið er afar vin­sælt í megrunar­skyni.

Lyfið verður ekki fáan­legt fyrr en við lok næstu viku, en sam­kvæmt upp­lýsingum frá Lyfja­stofnun verður það að öllum líkindum fáan­legt þann 22. septem­ber.

Lyfja­stofnun varaði við skortinum í byrjun júlí og kom fram í til­kynningu þeirra að aukin eftir­spurn hafi valdið því að litlar birgðir væru á landinu, og víðar. Þá kom fram að mögu­leiki væri á að skorturinn myndi vera við­varandi út árið en það hefur nú breyst. 

Lyfið er afar vin­sælt í megrunar­skyni. Lyfið er til í þremur styrk­leika­flokkum og inni­heldur virka efnið sema­glú­tíð. Lyfið er sam­þykkt til notkunar hjá full­orðnum með ó­full­nægjandi stjórn á sykur­sýki af tegund 2 sem við­bót við matar­æði og hreyfingu.

Skorturinn sem nú er nær til allra styrk­leika lyfsins. Sam­kvæmt svari Lyfja­stofnunar til frétta­stofu er ekki til sam­heita­lyf en sama virka efni er til á öðru lyfja­formi, í töflum. Það lyf heitir Rybelsus.

Þá kemur fram í svari þeirra að önnur blóð­sykurs­lækkandi lyf séu til sem hægt sé að nota en að mat á breytingu ein­stak­lings­miðaðrar með­ferðar verði að fara fram hjá lækni.

Þegar varað var við lyfja­skortinum voru settar saman leið­beiningar og ráð til að bregðast við lyfjaskortinum af Land­spítalanum og Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins fyrir lækna, apó­tek og not­endur sem hægt er að skoða hér.


Tengdar fréttir

Vissi ekki af á­hyggjum Lyfja­­stofnunar af megrunar­lyfi

Landlæknisembættinu hafa ekki borist ábendingar um að megrunarlyfjum sé ávísað með óábyrgum hætti af læknum hér á landi. Embættið hefur óskað eftir upplýsingum frá Lyfjastofnun vegna ábendinga til Lyfjastofnunar Evrópu um möguleg tengsl lyfjanna við sjálfskaða-og sjálfsvígshugsanir.

Mikil­vægt að stíga var­lega til jarðar í um­ræðunni um megrunar­lyf

Forstjóri Lyfjastofnunar segir tilkynningar stofnunarinnar til eftirlitsnefndar Lyfjastofnunar Evrópu vegna mögulegra tengsla á milli þyngdarstjórnunarlyfja og sjálfsvígshugsana vera hluta af reglubundnu verklagi stjórnvalda. Ekki sé búið að sýna fram á bein tengsl með óyggjandi hætti. Fólk er hvatt til að tilkynna aukaverkanir en rúmlega tíu þúsund manns hér á landi eru á slíkum lyfjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×