Innlent

Helmings­hækkun á stuðningi til einka­rekinna fjöl­miðla

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta-og menningarmálaráðherra kynnti stuðning við einkarekna fjölmiðla fyrst árið 2018.
Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta-og menningarmálaráðherra kynnti stuðning við einkarekna fjölmiðla fyrst árið 2018. Vísir/Vilhelm

Gert er ráð fyrir helmings­hækkun á stuðningi við einka­rekna fjöl­miðla á milli ára í nýju fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2024. Út­varps­gjald hækkar um 3,5 prósent á milli ára.

Lilja Al­freðs­dóttir, við­skipta-og menningar­mála­ráð­herra, inn­leiddi stuðnings­að­gerðir til einka­rekinna fjöl­miðla fyrst árið 2018. Þá nam stuðningurinn 400 milljónum á ári.

Í fjár­laga­frum­varpinu fyrir árið 2024 kemur fram að breytingin á stuðningnum nú nemi 360 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að hann nemi nú 727,2 milljónum króna og er um að ræða helmings­hækkun.

Heildar­fjár­heimild til mála­flokksins fyrir árið 2024 er á­ætluð rúmir 6,9 milljarðar króna og hækkar um 661,6 milljónir króna frá gildandi fjár­lögum að frá­töldum al­mennum launa-og verð­lags­breytingum sem nema 7 milljónir króna.

Gert er ráð fyrir því að 6,1 milljarður fari í rekstrar­fram­lög til Ríkis­út­varpsins. 97,2 milljónir í rekstur Fjöl­miðla­nefndar. Að því er segir í frum­varpinu nemur tap Ríkis­út­varpsins vegna reksturs árið 2023 164 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Per­sónu­af­sláttur og þrepa­mörk hækka

Gert er ráð fyrir því í árs­byrjun 2024 að per­sónu­af­sláttur hækki um rúm­lega fimm þúsund krónur á mánuði og að skatt­leysis­mörk hækki um rúm­lega 16 þúsund krónur.

Gisti­n­átta­skattur á skemmti­­ferða­­skip í fyrsta sinn

Gisti­n­átta­skattur sem felldur var niður á tímum heims­far­aldurs verður tekinn aftur upp um ára­mót. Þá mun hann einnig leggjast á skemmti­ferða­skip, í fyrsta sinn. Á­ætlað er að hann skili 1,5 milljarði króna í þjóðar­búið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×