Innlent

Ná 900 milljónum í ríkis­kassann með hækkun gjalds á sjó­kvía­eldi

Árni Sæberg skrifar
Frá sjókvíaeldi í Berufirði.
Frá sjókvíaeldi í Berufirði. Vísir/Vilhelm

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024 segir að verðmætagjald sjókvíaeldis verði hækkað úr 3,5 prósentum í 5 prósent af markaðsverði afurða. Fallið var frá sambærilegri breytingu í meðförum fjárlagafrumvarps ársins 2023

Í frumvarpinu segir að ætlað sé að tekjur ríkissjóðs af veiðigjöldum nemi 12,2 milljörðum króna árið 2024. Þar af sé 2,1 milljarður króna tilkominn vegna verðmætagjalds af fiskeldi. 

Aukning tekna af veiðigjöldum sé í senn tilkomin vegna aukinnar framleiðslu en þó að mestu vegna hækkunar verðmætagjaldsins úr 3,5 prósent í 5 prósent og samspils þeirrar hækkunar við sólarlagsákvæði, sem sett var á við upptöku gjaldsins og rennur út í skrefum til ársins 2026. 

Hækkun upp í fimm prósent er um 43 prósent hækkun og því má reikna með að hækkunin skili ríkissjóði um 900 milljónum króna aukalega af fiskeldi.

Veiðigjald byggist á afkomu við veiðar hvers nytjastofns tveimur árum fyrir álagningu gjaldsins og sé lagt á í krónum á hvert kílógramm óslægðs afla. Áætlunin fyrir 2024 verði endurskoðuð þegar endanleg ákvörðun um álagningu veiðigjalda árið 2024 liggur fyrir hjá Skattinum í byrjun desember næstkomandi.


Tengdar fréttir

„Við þurfum að fara fram á að­hald í ríkis­rekstrinum“

Fjármála- og efnahagsráðherra segir það helsta í fjárlagafrumvarpinu vera sterka stöðu ríkissjóðs. Afkoma ríkissjóðs í fyrra og í ár hafi verið miklum mun betri en gert hafði verið ráð fyrir og að væntingar fyrir næsta ár séu góðar. Afkoma ríkissjóðs haldi áfram að batna.

Á­herslur taka mið af verð­bólgu, að­haldi og for­gangs­röðun

Fjárlagafrumvarpið fyrir 2024 hefur verið kynnt. Áherslur þess taka mið af talsverðri spennu sem haldist hefur í hendur við mikinn slátt í hagkerfinu og birtist fylgisfiskur þess meðal annars í verðbólgu. Stutt verður við heimili samhliða áherslu á aðhald.

Á­fengis-og tóbaks­gjöld hækka

Lagt verður til að áfengis- og tóbaksgjald hækki um 3,5 prósent í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarps fyrir árið 2024. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×