Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 09:45 Erna Solberg, formaður Høyre, á kosningavöku flokksins í Osló í gær. Flokkurinn vann meirihluta víða í Noregi. Vísir/EPA Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg. Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg.
Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Sjá meira
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02