Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2023 12:02 Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45. Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Ísland mátti þola neyðarlegt tap gegn Lúxemborg fyrir helgi og hefur liðið nú aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni. Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld og getur jafnað met sem er tengt við það lið Íslands sem sökk hvað lægst árið 2007. „Ég er frekar að leita að stöðugri frammistöðu sem getur gefið okkur stig heldur en að vonast eftir sigri. Við verðum að spila vel til að vinna, það er okkar fókus. Við þurfum síðan að byggja ofan á það. Við erum án þriggja leikmanna sem voru með okkur í júní og við þurfum alla okkar bestu leikmenn til að ná stöðugleika,“ bætti Åge við. Åge hefur áður stýrt norska og danska landsliðinu þar sem það er töluvert meira af leikmönnum til að velja úr. „Leikurinn ákveður hversu hratt við getum byggt upp sjálfstraust og spilað á stöðugu liði. Þess vegna eru úrslit svona mikilvæg í fótbolta. Það er ekki nóg að spila vel og tapa, framför næst hraðar með sigrum.“ „Í undankeppnum sem þessari, með fáa leiki, þá verður liðið að spila vel til að ná stöðugleika. Vissulega geta þjóðir eins og Danmörk eða Noregur valið úr fleiri leikmönnum en Ísland en það sem er jákvætt við Ísland er að það er sterk tenging, ungir leikmenn að koma upp og við þurfum að standa í báða fæturna. Bæði þegar kemur að þessari undankeppni og þegar kemur að því að byggja upp lið til framtíðar. það er mjög mikilvægt.“ „Það er mikið af virkilega hæfileikaríkum leikmönnum að koma upp. Margir þeirra eru hérna í hópnum hjá okkur og vonandi getum við tekið inn fleiri. Leikmaður eins og Hákon (Arnar Haraldsson) spilaði virkilega vel gegn Lúxemborg og skoraði mark. Þannig leikmönnum erum við að vonast eftir núna.“ Åge ræddi einnig leikinn gegn Lúxemborg í þaula en hann var ekki sammála að leikmenn hafi skort vilja eða baráttu. Klippa: Åge Hareide treystir hópnum og hefur trú á ungum leikmönnum Íslands Það kom á óvart hversu slök frammistaðan var „Maður vonast alltaf eftir þróun eftir að hafa verið svona nálægt því að ná í úrslit gegn Portúgal og Slóvakíu. Er mjög stoltur af frammistöðunni í þeim leikjum en stundum er fótbolti skrítinn. Gerir öll mistök heimsins í einum og sama leiknum, færð á þig víti og missir mann af velli. Það er ekkert sem hægt er að gera þá. Vonandi getum við lyft andanum upp og spilað betur gegn Bosníu.“ „Við verðum að sækja gegn Bosníu og Hersegóvínu en við verðum að geta varist líka. Virkar í báðar áttir. Við munum gera breytingar, ég treysti hópnum og að ferskir fætur geti komið inn og unnið hart að því að sanna sig,“ sagði Åge Hareide að lokum. Viðtalið í heild sinni má sjá ofar í fréttinni. Upphitun Stöðvar 2 Sport hefst klukkan 17.45 og leikurinn klukkustund síðar eða kl. 18.45.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira