„Þetta var það minnsta sem ég gat gert“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. september 2023 19:14 Aðgerðarsinninn Nic var handtekin þegar hún fór inn fyrir merktan lögregluborða á mótmælunum í dag. Vísir/Arnar Nic, aðgerðarsinninn sem var handtekin á mótmælunum við hvalveiðiskipin Hval 8 og Hval 9 í dag segist hafa verið að senda Anahitu, öðrum mótmælandanum, skilaboð þegar hún var handtekin eftir að hafa farið inn fyrir merktan lögregluborða. Anahita hafi verið í uppnámi og hún ætlað að hughreysta hana. Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“ Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fréttakona náði tali af Nic í dag eftir að handtakan átti sér stað. Hún segir Anahitu hafa sýnilega verið í uppnámi en mótmælendur ekki haf náð sambandi við hana sökum þess hve langt í burtu frá skipunum þau stóðu. „Við sáum að Anahita var að reyna að ná sambandi við okkur, einhver hafði lánað okkur hljóðnema og hátalara. Við sáum að hún var í uppnámi og við vissum ekki hvort það væri í lagi með hana, miðað við að búið var að taka af henni bakpokann, hún hefur verið án hans í þrjátíu og eitthvað klukkutíma. Við höfðum áhyggjur af því hve berskjölduð hún væri þarna uppi,“ segir Nic. Nic segir það hafa verið erfitt að ná sambandi við hana, en loks hafi þau komist að því að hún væri að kalla á manninn sinn Mika, sem hafði dvalið á höfninni frá því að mótmælin hófust. Ætlaði undir plastborðann í örskamma stund „Við sögðum, Anahita, er allt í lagi? Þarftu að komast niður? En það eina sem hún gat sagt var, Mika, Mika! En hún heyrði enn ekki í okkur í gegnum hljóðnemann. Við reyndum að segja við hana að han væri bara farinn í fimm mínútur að hlaða myndavélina sína,“ segir Nic. Hún segist hafa gripið til þess örþrifaráðs að fara inn á afmarkað svæði þar sem einungis fjölmiðlar máttu fara, því þá kæmist hún nær skipunum og næði því sambandi við Anahitu. Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan. „Samkenndin mín vó upp á móti öllum áhyggjum af sjálfri mér og ég leit hingað yfir og, þú veist þegar hlutirnir eru í móðu, en ég sá að það var enginn lögregluþjónn þarna hvort sem er, á fjölmiðlasvæðinu. Ég ætlaði að fara undir þennan plastborða því ég vildi að Anahita vissi að hvað sem bjátaði á þá væri Mika að koma eftir fimm mínútur. Ég helt ég gæti bara smeygt mér undir og hughreyst hana og komið svo aftur,“ segir Nic. Marin eftir handtökuna Hún segist þá hafa náð að koma skilaboðunum áleiðis en áður en hún náði að yfirgefa fjölmiðlasvæðið voru lögreglumenn komnir til þess að hafa afskipti af henni. „Hann greip svo fast í mig,“ segir Nic um annan þjónanna. „Ég sagði, slepptu mér! Þú þarft ekki að halda svona í mig, ég er hvort sem er að snúa við, hvers vegna geturðu ekki bara notað röddina og sagt mér að snúa við, ég er að snúa við hvort sem er!“ segir Nic. „Hann helt svo fast í mig og gnæfði yfir mér, svo fast grip.“ Hún segir viðbrögð hennar þegar lögreglumaðurinn greip í hana hafa verið ósjálfráð, þegar hún sló í áttina til hans. Henni var síðan tjáð að hún væri handtekin fyrir ofbeldi gegn lögreglu. Þá sýnir Nic fréttakonu marblett sem hún hafði fengið þegar gripið var í hana. Nic var marin og blá eftir handtökuna.Vísir/Arnar Nic segist hafa beðið lögregluþjónana um að skrifa símanúmer vinar síns niður svo hún yrði ekki strandaglópur á Íslandi, en henni hafi verið sagt að þeir stjórnuðu, ekki hún. „Ég veit að þetta var klikkað í augnablikinu en áhyggjur mínar beindust ekki að mér, þær beindust bara að Anahitu,“ segir Nic. „Hann var svo grófur. Ég get í raun ekki lýst því. Það var engin þörf á þessu, ég var hvort sem er að yfirgefa svæðið. Hann hefði bara getað sagt mér að fara af svæðinu.“ Loks segist Nic taka ofan af fyrir hugrekki kvennanna sem hlekkjuðu sig við skipin. „Ég ber svo mikla virðingu fyrir Elissu og Anahitu. Þær eru hugrakkari en ég, verandi þarna uppi. Fólk með svo sterkan karakter að geta staðið upp fyrir því sem þau trúa og setja sig í þessar aðstæður. Mér fannst að það minnsta sem ég gat gert væri að fara að hughreysta Anahitu og segja henni að maðurinn hennar kæmi aftur eftir fimm mínútur, það var það minnsta sem ég gat gert. Ég hugsaði ekki um afleiðingarnar.“
Hvalveiðar Lögreglumál Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira