Fótbolti

Juventus aftur á sigurbraut

Siggeir Ævarsson skrifar
Chiesa skoraði eitt í kvöld
Chiesa skoraði eitt í kvöld Vísir/Getty

Þriðju umferð Seríu A á Ítalíu lauk í kvöld með tveimur leikjum. Juventus lagði botnlið Empoli nokkuð örugglega 0-2 og Lecce lagði Salternitana 2-0 sem eru enn án sigurs í deildinni.

Danilo kom Juventus yfir með marki á 24. mínútu en Dusan Vlahovic brenndi af vítaspyrnu korteri síðar og missti af gullnu tækifæri til að koma Juventus í þægilega stöðu fyrir seinni hálfleikinn.

Það kom þó ekki að sök en yfirburðir Juventus voru miklir í leiknum. Empoli náðu ekki einu skoti á rammann allan leikinn og á 82. mínútu gulltryggði Federico Chiesa Juventus sigurinn.

Paul Pogba kom inn á fyrir Juventus í annað sinn á leiktíðinni en hann lék aðeins sex leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla og lék aðeins 24 mínútur sem varamaður í síðasta leik liðsins. Pogba náði að koma boltanum í netið í kvöld með stórglæsilegu skoti en markið var dæmt af vegna rangstöðu.

Pogba skoraði glæsilegt mark í kvöld en fékk sendingu frá samherja úr rangstöðu og markið dæmt afTwitter@juventusfc

Þá vann Lecce öruggan sigur á Salernitana þar sem Lecce létu skotunum rigna en mörkin létu á sér standa nema rétt í byrjun og undir lok leiks. Nikola Krstovic kom Lecce í 1-0 á 6. mínútu en sigurinn var svo ekki tryggður fyrr en á 98. mínútu þegar Gabriel Strefezza skoraði mark úr vítaspyrnu sem dæmd var með aðstoð VAR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×