„Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar“ Kári Mímisson skrifar 3. september 2023 17:12 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með stórglæsilega frammistöðu sinna mann í dag þegar liðið vann ákaflega öruggan 4-1 sigur á HK í 22. umferð Bestu deildar karla nú í dag. „Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“ Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
„Þetta er léttir eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum á undan. Mér fannst við vera að spila vel í síðustu leikjum en úrslitin duttu ekki beint fyrir okkur og við vorum búnir að að vera klaufar á bæði síðasta varnar og sóknarþriðjungi. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu hér í dag. Byrjuðum mjög sterkt og skoruðum mikið af fallegum mörkum og sköpuðum okkur mikið sem er bara jákvætt.“ Hversu mikið sjálfstraust gefur þetta ykkur fyrir komandi átök? „Ég hef nú oft sagt það að auðvitað hjálpi það sjálfstraustinu að fá þrjú stig en ég hef líka sagt það að frammistaðan í síðustu leikjum hafi ekki verið algalinn en það eru úrslitin sem telja í fótbolta og frammistaðan hefur oft á tíðum verið góð.“ „Nú fáum við tvær vikur fram að næsta leik og þá hefst bara nýtt mót hjá okkur. Við erum í góðri stöðu og Víkingar eru orðnir meistarar þó svo að þeir séu ekki orðnir fræðilegir meistarar þá eru þeir orðnir meistarar. Við erum með sjö stig á liðið í þriðja sætinu og við ætlum að halda því og reyna að taka eins mikið af stigum og við getum í þessari úrslitakeppni.“ Fyrir leikinn var það ljóst að Valur myndi enda í öðru sæti áður en deildinni yrði tvískipt. Liðið siglir reyndar mjög lygnan sjó í öðru sætinu en það er langt í topplið Víkings og sömuleiðis langt í Blika sem eru í þriðja sætinu. Arnar segir að hann vilji nýta úrslitakeppnina sem undirbúning fyrir næsta tímabil og reyna að fá eins mikið af þeim stigum sem í boði eru. „Við setjum þetta upp sem nýtt mót og núllstillum það, allir með núll stig og við ætlum að reyna að vinna það mót. Ef það mót kemur vel út fyrir okkur þá er það eitthvað til að byggja á fyrir næsta ár. Það er það sem við erum að horfa á, að byggja flott lið upp til næstu ára.“ „Auðvitað hefðum við viljað vera nær Víkingunum en við höfum verið klaufar í leikjum þar sem við höfum haft mjög mikla yfirburði og ekki náð að innbyrða sigur og það er bara það sem skilur á milli. Við þurfum að skerpa á okkur og munum nota þessa úrslitakeppni til þess. Við fáum fimm alvöru leiki og byrjum bara á fyrsta leik og svo næsti og næsti. Við viljum reyna að ná í eins mikið af þessum 15 stigum sem eru í boði.“ Adam Ægir Pálsson var mættur aftur í hóp Vals eftir að hafa verið utan hans í leiknum gegn FH. Adam byrjaði á bekknum en kom þó inn á þegar tæplega hálftími var eftir af leiknum. En hver er staða Adams innan hópsins? „Hún hefur ekkert breyst. Menn vilja oft gera veður út af „beisiklí“ engu. Ég fer alltaf yfir leikina daginn eftir en svona við fyrstu sýn þá fannst mér þeir sem komu inn á flottir. Adam er búinn að vera virkilega flottur í síðustu æfingaviku og tók þessu mjög vel. Eina svarið fyrir menn í fótboltanum er náttúrulega inn á vellinum og á æfingasvæðinu, vera duglegir, setja hausinn niður og ekki vera að kvarta og kveina. Það var aldrei nein krísa þó svo að þið blaðamenn viljið halda því fram.“
Fótbolti Besta deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira