Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. september 2023 15:43 „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á,“ segir Dagbjört Hákonardóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar. Aðsend Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd. Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Dagbjört, sem var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, hefur þrívegis komið inn á þing sem varaþingmaður Helgu Völu og Jóhanns Páls Jóhannssonar. Hún segir breytingarnar núna hafa legið í loftinu í þónokkurn tíma. „Ég hef þekkt Helgu Völu lengi og hún hefur nefnt það áður að hún sakni lögmennskunar. Ég samgleðst henni rosalega, maður á að fylgja hjartanu og ég held að við séum báðar að gera það,“ segir Dagbjört í samtali við Vísi. „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að geta tekið við þessu kefli af henni, þó það verði mikil áskorun og erfitt að fylla upp í það skarð sem hún skilur eftir sig. En ég tek þessu af mikilli auðmýkt og finn til mikillar ábyrgðar.“ Dagbjört hefur starfað hjá Reykjavíkurborg á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar undanfarin ár. Þing verður sett 12. september næstkomandi. „Það verður bara samkomulag milli minna verkefna hjá Reykjavíkurborg og því sem kemur fyrir þingið núna á næstu vikum hvernig ég kasta þessu á milli.“ Alltaf erfitt að breyta til Aðspurð um hvort það hafi verið erfið ákvörðun að þyggja sæti Helgu Völu segir Dagbjört að það sé alltaf erfitt að breyta til. „Það er ekki í eðli manns að gera stórar breytingar. Ég er auðvitað búin að sinna mikilvægum störfum hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum og vinna að stórum verkefnum sem hefur tekið mörg ár að undirbúa sem fara á flug í haust. En hjartað mitt slær í stjórnmálunum og ég er ákaflega þakklát fyrir að fá tækifæri til að sinna þessu að öflu afli.“ Hver eru þín helstu baráttumál? „Fyrst og fremst er ég félagshyggjukona, ég er femínisti. Það ber svolítinn keim af því sem ég legg áherslu á, sem er að byggja upp réttlátt jafnaðarsamfélag hérna. Ég legg áherslu á málefni nærsamfélagsins, fjölskyldumál, það er mikilvægt að leyfa þessum málaflokkum að eiga sér öflugan málsvara. Ég er líka manneskja sem talar fyrir öflugum samgöngumálum og horfi þar til ábyrgðar minnar sem þingmanns Reykvíkinga. Og þessir málaflokkar eru svolítið í brennidepli núna og ég ætla að láta til mín taka.“ Segir átakanlegt að fylgjast með ríkistjórnarsamstarfinu Talsverð umræða hefur skapast um samstarf ríkisstjórnarflokkanna að undanförnu sem hafa verið ósammála í mörgum mikilvægum málaflokkum. „Eins og allir vita er ekkert sérstök stemning í þessari ríkisstjórn,“ segir Dagbjört. „Það hefur verið dálítið átakanlegt að fylgjast með þessu. Við verðum auðvitað að leyfa þessu þingári að fara aftur af stað og sjá hvernig þau ætla að beita sér og hvaða málaflokka þau ætla að ná sér saman um. Ég hins vegar er bara þingkona Samfylkingarinnar og við erum að ná að leggja áherslu á málaflokkana okkar og það er hlustað á okkur. Það er ekkert sjálfgefið, en það er bara ástæða fyrir því. Fólk hefur áhuga á því að hlusta á rödd sem ætlar sér að standa við þær umbætur sem lofað er.“ Í þessum óstöðugleika sem við búum við í ríkisfjármálunum þá þarf einhver rödd skynseminnar að heyrast, og við í Samfylkingunni tölum þeirri rödd.
Alþingi Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira