„Pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. september 2023 08:00 María segist hafa tekið þá ákvörðun að fangelsisvist barnsföður hennar ætti ekki að vera neitt launungamál, heldur yrði það partur af lífinu sem talað væri um á opinskáan og eðlilegan hátt. Aðsend „Við tölum mjög opið um þetta enda ætla ég ekki að láta barnið mitt upplifa þetta sem skömm á nokkurn hátt. Pabbi er bara í fangelsi og svona er það og það er bara allt í lagi, ekkert leyndarmál eða feluleikur,“ segir María Dís Knudsen. María er móðir tíu ára drengs en barnsfaðir hennar hlaut á síðasta ári afar þungan fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot. María tók meðvitaða ákvörðun strax í byrjun um að tala opinskátt og hreinskilið um fangelsisvistina við son sinn. Skoðuðu saman myndir af Litla-Hrauni „Það er ekkert sem grípur þig í þessum aðstæðum. Það eru milljón spurningar sem hvíla á manni sem maður þarf að fá svör við, en það er enginn sem segir þér hvað þú átt að gera, hvernig þú átt að tækla þetta gagnvart barninu. Það eru engar leiðbeiningar til um hvernig maður fer í gegnum þetta ferli,“ segir María í samtali við Vísi. Eftir að dómur féll á seinasta ári, og ljóst var barnsfaðir hennar myndi vera í fangelsi næstu árin lagðist María í heilmikla rannsóknarvinnu og aflaði gagna héðan og þaðan, til að undirbúa son sinn fyrir það sem í vændum var. „Ég þurfti að lesa mér heilmikið til. En ég þurfti virkilega að teygja mig eftir hjálpinni og ég endaði á því að samband við barnavernd í Kópavogi vegna þess að ég þurfti virkilega á aðstoð að halda, ég varð að fá hjálp fyrir barnið mitt.“ Maríu var í kjölfarið vísað á Bjargráð, úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar þar sem fjölskyldufræðingar aðstoða fjölskyldur þeirra sem bíða eftir að afplána refsingu, eru í afplánun eða hafa lokið afplánun. Hún fékk einnig góða aðstoð hjá sálfræðingi á vegum Sól sálfræði - og læknisþjónustu sem ráðlagði henni að fara vel yfir aðstæðurnar í fangelsinu með syninum. Frá Litla-Hrauni.vísir/anton „Við fórum vel yfir þetta allt og skoðuðum til dæmis saman myndir af Litla- Hrauni. Við ræddum lengi saman og ég reyndi að útskýra fyrir honum hvað hann myndi sjá þegar hann kæmi á staðinn, til dæmis að það væri stórt hlið þarna fyrir utan og fangaverðir sem myndu taka á móti honum.“ Gleymdir þolendur Börn sem eiga foreldra í fangelsi hafa verið kölluð hin leyndu fórnarlömb fangelsunar, líkt og kemur fram í skýrslu umboðsmanns barna sem kom út á seinasta ári. Þar segir meðal annars: „ Um er að ræða afar jaðarsettan og falinn hóp. Þegar kringumstæður þessa barna eru skoðaðar út frá sjónarhorni barnaréttinda blasir ákveðið óréttlæti við manni, þ.e. að foreldri er refsað þegar það er svipt frelsi sínu og þar af leiðandi er barni þess refsað þar sem barnið er svipt foreldri sínu. “ María segist hafa tekið þá ákvörðun að fangelsisvist barnsföður hennar ætti ekki að vera neitt launungamál, heldur yrði það partur af lífinu sem talað væri um á opinskáan og eðlilegan hátt. „Vinir hans hafa til dæmis spurt mig, og hann, hvort pabbi hans sé í fangelsi og hvort hann sé í röndóttum eða appelsínugulum fötum í fangelsinu. Og við höfum þurft að svara því. En það er bara alls ekki gott að vera í feluleik með þetta. Þá er miklu líklegra að börn fari að skammast sín." Svona er bara lífið hans í dag, pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það. Hann fékk fullt leyfi til að segja vinum sínum frá þessu- ef hann vildi. Það er hans val. Honum finnst gott að það sé talað um þetta. Þetta er bara partur af hans lífi í dag. María segir að heilt yfir hafi þetta allt saman gengið mjög vel, en það sé þó margt sem sonur hennar eigi erfitt með að skilja. Til dæmis hvers vegna pabbi hans megi ekki koma í afmælið hans eða sjá hann keppa í fótbolta. Hún bendir á að aðstandendur fanga eru að vissu leyti gleymdir þolendur.Aðsend „Það getur verið mjög erfitt að svara svona spurningum og stundum veit ég ekki alveg hvernig ég á að svara en reyni bara að gera mitt besta.“ Mikilvægt að sýna nærgætni María ræddi einnig við kennara og starfsfólk í skóla sonar síns á sínum tíma og upplýsti þau um aðstæðurnar. „Ég vildi nefnilega alls ekki að hann myndi þurfa að heyra þetta frá krökkunum í skólanum. Ég vissi að hann þyrfti að vera viðbúinn ef að einhverjir myndu fara að spyrja hann um þetta .Ég reyndi því að undirbúa hann vel og segja honum hvernig hann ætti að bregðast við.“ Hún bendir einnig á að það sé nauðsynlegt að foreldrar passi sig á því hvað þeir ræði um fyrir framan börnin sín, enda eigi börn auðvelt með að fá hugmyndir út frá umræðum fullorðinna á heimilinu. „Strákurinn minn er til dæmis búinn að fá að heyra það frá bekkjarfélögum sínum að hann eigi eftir að enda í fangelsi af því að pabbi hans er í fangelsi. Það er erfitt að ímynda sér að barn geti fengið þessa hugmynd nema út frá einhverju sem það hefur heyrt heima hjá sér.“ Þegar náinn fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi verður eðlilega mikil röskun á heimilislífinu, líkt og tilfelli sonar Maríu. „Hann á tvo bræður, einn hjá pabba sínum og einn sem býr annars staðar, og áður en pabbi hans fór í fangelsi þá hittust þeir þrír bræður alltaf þegar það voru pabbahelgar, og hann hitti stjúpsystkini sín líka. Það var eitt af því sem var hvað erfiðast fyrir hann í þessu öllu, að fá ekki lengur þessar helgar og geta ekki hitt systkini sín eins oft." María bendir á að þegar kemur að aðstandendum fanga þá séu það ekki einungis börnin sem upplifa miklar tilfinningasveiflur; aðrir fjölskyldumeðlimir þurfa líka að takast á við breyttan veruleika. „Þegar þetta gerðist allt saman þá hugsaði ég auðvitað fyrst og fremst um barnið mitt og hvernig það væri hægt að gera þetta sem auðveldast fyrir hann. Allur fókusinn fór á það. Ég var ekki beinlínis að hlúa að sjálfri mér, ég var að hlúa að öllum öðrum. En þetta var líka svakalegt áfall fyrir mig, þó að við séum ekki lengur saman þá er þetta samt pabbi stráksins míns. En ég upplifði mig oft mjög eina. Ég þurfti svolítið að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég ætti rétt á því að líða svona, mér mátti líða illa.“ Hún bendir á að aðstandendur fanga eru að vissu leyti gleymdir þolendur. Þess vegna hafi það verið erfið ákvörðun að ræða opinskátt um fangelsisvistina. „Því miður er það oft þannig að aðstandendur eru dæmdir af samfélaginu, þrátt fyrir að þeir hafi ekkert gert neitt.“ Fangelsismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
María er móðir tíu ára drengs en barnsfaðir hennar hlaut á síðasta ári afar þungan fangelsisdóm fyrir stórfellt fíkniefnabrot. María tók meðvitaða ákvörðun strax í byrjun um að tala opinskátt og hreinskilið um fangelsisvistina við son sinn. Skoðuðu saman myndir af Litla-Hrauni „Það er ekkert sem grípur þig í þessum aðstæðum. Það eru milljón spurningar sem hvíla á manni sem maður þarf að fá svör við, en það er enginn sem segir þér hvað þú átt að gera, hvernig þú átt að tækla þetta gagnvart barninu. Það eru engar leiðbeiningar til um hvernig maður fer í gegnum þetta ferli,“ segir María í samtali við Vísi. Eftir að dómur féll á seinasta ári, og ljóst var barnsfaðir hennar myndi vera í fangelsi næstu árin lagðist María í heilmikla rannsóknarvinnu og aflaði gagna héðan og þaðan, til að undirbúa son sinn fyrir það sem í vændum var. „Ég þurfti að lesa mér heilmikið til. En ég þurfti virkilega að teygja mig eftir hjálpinni og ég endaði á því að samband við barnavernd í Kópavogi vegna þess að ég þurfti virkilega á aðstoð að halda, ég varð að fá hjálp fyrir barnið mitt.“ Maríu var í kjölfarið vísað á Bjargráð, úrræði á vegum Fangelsismálastofnunar þar sem fjölskyldufræðingar aðstoða fjölskyldur þeirra sem bíða eftir að afplána refsingu, eru í afplánun eða hafa lokið afplánun. Hún fékk einnig góða aðstoð hjá sálfræðingi á vegum Sól sálfræði - og læknisþjónustu sem ráðlagði henni að fara vel yfir aðstæðurnar í fangelsinu með syninum. Frá Litla-Hrauni.vísir/anton „Við fórum vel yfir þetta allt og skoðuðum til dæmis saman myndir af Litla- Hrauni. Við ræddum lengi saman og ég reyndi að útskýra fyrir honum hvað hann myndi sjá þegar hann kæmi á staðinn, til dæmis að það væri stórt hlið þarna fyrir utan og fangaverðir sem myndu taka á móti honum.“ Gleymdir þolendur Börn sem eiga foreldra í fangelsi hafa verið kölluð hin leyndu fórnarlömb fangelsunar, líkt og kemur fram í skýrslu umboðsmanns barna sem kom út á seinasta ári. Þar segir meðal annars: „ Um er að ræða afar jaðarsettan og falinn hóp. Þegar kringumstæður þessa barna eru skoðaðar út frá sjónarhorni barnaréttinda blasir ákveðið óréttlæti við manni, þ.e. að foreldri er refsað þegar það er svipt frelsi sínu og þar af leiðandi er barni þess refsað þar sem barnið er svipt foreldri sínu. “ María segist hafa tekið þá ákvörðun að fangelsisvist barnsföður hennar ætti ekki að vera neitt launungamál, heldur yrði það partur af lífinu sem talað væri um á opinskáan og eðlilegan hátt. „Vinir hans hafa til dæmis spurt mig, og hann, hvort pabbi hans sé í fangelsi og hvort hann sé í röndóttum eða appelsínugulum fötum í fangelsinu. Og við höfum þurft að svara því. En það er bara alls ekki gott að vera í feluleik með þetta. Þá er miklu líklegra að börn fari að skammast sín." Svona er bara lífið hans í dag, pabbi hans er í fangelsi og við bara tölum um það. Hann fékk fullt leyfi til að segja vinum sínum frá þessu- ef hann vildi. Það er hans val. Honum finnst gott að það sé talað um þetta. Þetta er bara partur af hans lífi í dag. María segir að heilt yfir hafi þetta allt saman gengið mjög vel, en það sé þó margt sem sonur hennar eigi erfitt með að skilja. Til dæmis hvers vegna pabbi hans megi ekki koma í afmælið hans eða sjá hann keppa í fótbolta. Hún bendir á að aðstandendur fanga eru að vissu leyti gleymdir þolendur.Aðsend „Það getur verið mjög erfitt að svara svona spurningum og stundum veit ég ekki alveg hvernig ég á að svara en reyni bara að gera mitt besta.“ Mikilvægt að sýna nærgætni María ræddi einnig við kennara og starfsfólk í skóla sonar síns á sínum tíma og upplýsti þau um aðstæðurnar. „Ég vildi nefnilega alls ekki að hann myndi þurfa að heyra þetta frá krökkunum í skólanum. Ég vissi að hann þyrfti að vera viðbúinn ef að einhverjir myndu fara að spyrja hann um þetta .Ég reyndi því að undirbúa hann vel og segja honum hvernig hann ætti að bregðast við.“ Hún bendir einnig á að það sé nauðsynlegt að foreldrar passi sig á því hvað þeir ræði um fyrir framan börnin sín, enda eigi börn auðvelt með að fá hugmyndir út frá umræðum fullorðinna á heimilinu. „Strákurinn minn er til dæmis búinn að fá að heyra það frá bekkjarfélögum sínum að hann eigi eftir að enda í fangelsi af því að pabbi hans er í fangelsi. Það er erfitt að ímynda sér að barn geti fengið þessa hugmynd nema út frá einhverju sem það hefur heyrt heima hjá sér.“ Þegar náinn fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi verður eðlilega mikil röskun á heimilislífinu, líkt og tilfelli sonar Maríu. „Hann á tvo bræður, einn hjá pabba sínum og einn sem býr annars staðar, og áður en pabbi hans fór í fangelsi þá hittust þeir þrír bræður alltaf þegar það voru pabbahelgar, og hann hitti stjúpsystkini sín líka. Það var eitt af því sem var hvað erfiðast fyrir hann í þessu öllu, að fá ekki lengur þessar helgar og geta ekki hitt systkini sín eins oft." María bendir á að þegar kemur að aðstandendum fanga þá séu það ekki einungis börnin sem upplifa miklar tilfinningasveiflur; aðrir fjölskyldumeðlimir þurfa líka að takast á við breyttan veruleika. „Þegar þetta gerðist allt saman þá hugsaði ég auðvitað fyrst og fremst um barnið mitt og hvernig það væri hægt að gera þetta sem auðveldast fyrir hann. Allur fókusinn fór á það. Ég var ekki beinlínis að hlúa að sjálfri mér, ég var að hlúa að öllum öðrum. En þetta var líka svakalegt áfall fyrir mig, þó að við séum ekki lengur saman þá er þetta samt pabbi stráksins míns. En ég upplifði mig oft mjög eina. Ég þurfti svolítið að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég ætti rétt á því að líða svona, mér mátti líða illa.“ Hún bendir á að aðstandendur fanga eru að vissu leyti gleymdir þolendur. Þess vegna hafi það verið erfið ákvörðun að ræða opinskátt um fangelsisvistina. „Því miður er það oft þannig að aðstandendur eru dæmdir af samfélaginu, þrátt fyrir að þeir hafi ekkert gert neitt.“
Fangelsismál Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira