Innlent

Slasaður í brattri hlíð og þyrlan komst ekki að

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki að manninum vegna sviptivinda.
Þyrla Landhelgisgæslunnar komst ekki að manninum vegna sviptivinda. vísir/vilhelm

Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst tilkynning um klukkan þrjú í dag um slasaðan gangnamann í Eyjafirði. Björgunarsveitir voru kallaðar á staðinn ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar sem komst ekki að manninum vegna sviptivinda.

„Ljóst var strax að um krefjandi verkefni var að ræða í brattri hlíð og voru sjúkraflutningar á Akureyri og björgunarsveitir í Eyjafirði kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Facebook. Verður hún uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi landsbjargar segir að þyrlunni hafi verið snúið til Akureyrar vegna sviptivinda.

„Þyrlan komst bara ekki að. Veðrið var með þeim hætti,“ segir Ásgeir í samtali við fréttastofu. Enn er verið að vinna á staðnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×