Innlent

83 ára með stórglæsilegan garð á Selfossi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Alpaþyrnir er uppáhalds planta Sigríðar í garðinum, enda einstaklega falleg planta.
Alpaþyrnir er uppáhalds planta Sigríðar í garðinum, enda einstaklega falleg planta. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Einn fallegasti garðurinn á Selfossi, sem er meira og minna með fjölærum plöntum fær mikla natni og umhirðu frá eiganda sínum en það er 83 ára gömul kona, sem eyðir meira og minna öllum sínum stundum í garðinum.

Garðurinn við Sunnuveg 16 er í eigu hjónanna Guðmundar Halldórssonar og Sigríðar Tómasdóttur en hún á þó meira og minna allan heiðurinn af garðinum enda með einstaka græna fingur. Sigríður fær oft gesti í heimsókn til sín og nýtur þá þess að ganga um garðinn með fólki og sýna því plönturnar, segja frá þeim og svara allskonar spurningum. Hjónin hafa búið á Sunnuveginum nánast alla sína búskapartíð.

„Það var byrjað á garðinum ekki alveg strax en nokkuð fljótt að setja niður nokkrar plöntur og svo bara jóx það alltaf meira og meira og í dag er það þetta en ég er hætt að stækka beðin, það er liðin tíð,” segir Sigríður.

Sigríður fær mikið af gestum í heimsókn í garðinn og hefur alltaf jafn gaman að því að segja frá honum og plöntunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Og hvers konar plöntur eru þetta aðallega?

„Allt fjölærar og úrvalsplöntur, það ræðir ekkert um annað. Og það er erfitt að fara í blómabúðirnar hjá þeim og kaupa sér eitthvað því það er ekki til það sem mig vantar. Ég ætlaði bara að kaupa mér þrjár núna í vor en þær voru ekki til, sama hvar ég leitaði. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég er með margar tegundir, ég er steinhætt að reyna að telja,” segir Sigríður hlæjandi.

Garðurinn er einstaklega fallegur.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvað er skemmtilegast við garðyrkjuna?

„Það er útiveran og hreyfingin við þetta og að sjá það allt dafna og hvað þetta verður fallegt og flott, það er meiriháttar.”

Sigríður umvafinn nokkrum kátum og hressum körlum á Selfoss, sem skoðuðu nýlega garðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×