Móðir, verslunareigandi og bikaróð: „Fann að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2023 12:46 Árið hefur verið afar viðburðarríkt hjá Nadíu Atladóttur, fyrirliða Víkings. Vísir/Anton Brink Nadía Atladóttir fyrirliði Víkings í Lengjudeild kvenna hefur haft í nægu að snúast í sumar, hún er móðir, verslunareigandi og bikaróð, en hún fer með liði sínu í Bestu deildina á næstu leiktíð. Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Nadía, sem er 24 ára gömul, viðurkennir að hún hafi ekki búist við því þegar hún skrifaði undir við Lengjudeildarlið Víkings í fyrrasumar að hún yrði orðin tvöfaldur meistari með liðinu ári síðar. „Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég nú ekki við þessu,“ sagði Nadía í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka Stöðvar 2. „En samt svona í fyrra þegar ég er að koma til baka í lok tímabilsins og þær voru svona að gæla við það að fara upp og þá fann ég að það væri eitthvað að fara að gerast. Allavega á næsta ári eins og var núna í ár. Maður fann það alveg að það var eitthvað. Hópurinn var að smell það vel saman að ég fann það alveg að það var eitthvað rosalegt að fara að gerast.“ Nadía Atladóttir í baráttunni við Telmu Ívarsdóttur í úrslitum Mjólkurbikarsins.Vísir/Hulda Margrét Púslar saman móðurhlutverkinu, verslunarrekstri og knattspyrnunni Nadía, sem á rúmlega eins árs gamlan son, er stolt af frammistöðu sinni á tímabilinu. „Já og af Ernu [Guðrúnu Magnúsdóttur] og Selmu [Dögg Björgvinsdóttur] líka. Við erum allar að koma til baka eftir barn og okkur er að ganga bara ótrúlega vel. En það er svo mikið á bakvið þetta, mikil vinna, metnaður og tími í burtu frá barninu,“ sagði Nadía. „En maður sér ekki eftir neinu í dag. Maður er bikarmeistari, Lengjudeildarmeistari og Lengjubikarmeistari líka. Þannig við tókum þrennuna,“ bætti Nadía við. Þá rekur Nadía einnig verslun og þarf því að finna tíma til að koma rekstrinum inn í púslið. „Þetta eru búnar að vera smá strembnar vikur, en bara ótrúlega skemmtilegt og krefjandi. Ég fékk þetta húsnæði hérna fyrir tíu dögum og við erum búin að tjasla þessu saman og á meðan er ég búin að vera bikarmeistari og vann Lengjudeildina“ „Þetta er bara búið að vera ótrúlegt. Ég var með þessa netverslun í fjögur ár og fékk svo þetta ótrúlega fallega rými frá Burkna og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt. Ég vona að allir komi og kíki á mig.“ „Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR?“ En velgengni fylgir oft öfund og nú þegar Víkingum er farið að ganga vel bæði í karla- og kvennaflokki var Nadía spurð að því hvort liðið væri farið frá því að vera litla liðið sem auðvelt var að halda með yfir í vondu kallana sem allir fara að hata. Nadía var þó með svör á reiðum höndum. „Nei er það nokkuð? Er þetta ekki enn þannig að allir hata KR? Ég held það,“ grínaðist Nadía að lokum. Viðtalið við Nadíu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Móðir, verslunareigandi og bikaróð
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira