Fótbolti

Greenwood farinn á láni til Spánar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Greenwood er farinn til Spánar.
Mason Greenwood er farinn til Spánar. Vísir/Getty

Enski knattspyrnumaðurinn Mason Greenwood er genginn í raðir Getafe á láni frá Manchester United.

Greenwood hefur ekkert leikið knattspyrnu eftir að hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. 

Eftir að mál hans var látið niður falla biðu margir eftir fregnum af því hvort hann myndi snúa aftur í lið Manchester United. Félagið tók hins vegar ákvörðun um það að hann myndi ekki snúa aftur og er hann nú farinn á láni til Getafe í spænsku úrvalsdeildinni.

Greenwood, sem enn er aðeins 21 árs gamall, hefur leikið 83 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United og skorað í þeim 22 mörk. Þá á hann að baki einn leik fyrir enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×