„Búnir að blása af Tenerife-ferðir“ Aron Guðmundsson skrifar 1. september 2023 15:00 Oliver í leiknum gegn Struga í gær Vísir/Hulda Margrét Oliver Sigurjónsson, leikmaður karlaliðs Breiðabliks í fótbolta er virkilega spenntur fyrir komandi verkefni liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en í dag fengu Blikar að vita hvaða liðum þeir myndu mæta í riðlakeppninni. Oliver segir Blika ekki mæta í þessa keppni bara til að taka þátt, þeir ætla sér stig. „Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira
„Þetta verður ótrúlega áhugavert og skemmtilegt verkefni,“ sagði Oliver í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann Stöðvar 2 í beinni útsendingu eftir að ljóst varð hvaða liðum Breiðablik myndi mæta í B-riðli Sambandsdeildarinnar. Breiðablik dróst í riðil með Gent, Maccabi Tel Aviv og Zorya Luhansk frá Úkraínu. „Að fara meðal annars til Ísrael og Belgíu verður gaman. Svo sá ég að síðasti leikur úkraínska liðsins var spilaður í Póllandi þannig að það kemur þá bara væntanlega í ljós síðar hvar okkar leikur við þá verður spilaður. Þetta er bara frábært verkefni að taka þátt í og við ætlum að gera okkar besta. Við erum ekki bara mættir í þessa keppni til að taka þátt, við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að sækja stig í þessum riðli“ Klippa: Oliver Sigurjónsson um andstæðinga Blika í Evrópu Um sögulegan drátt var að ræða en í fyrsta skipti í sögunni var íslenskt lið í pottinum. Breiðablik tryggði sér í gær, fyrst allra íslenskra karlaliða í fóbolta, sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni eftir 2-0 sigur í einvígi sínu gegn Struga FC frá Norður-Makedóníu. Dregið var í riðlana í Mónakó en spennan var mikil á Kópavogsvelli þar sem leikmenn og þjálfarar Breiðabliks voru samankomnir til þess að fylgjast með þessari sögulegu stund fyrir íslenska knattspyrnu. En hver var tilfinningin hjá leikmönnum Blika fyrir drættinum? Langaði þeim að mæta stórum liðum, ferðast til einhverra ákveðinna landa eða mæta liðum sem eru góðir möguleikar á að sigra? „Ég myndi segja að það væri blanda af þessu öllu saman,“ svaraði Oliver. „Ég hefði til að mynda verið mjög til í að fara til Fiorentina og svo einnig mæta liðum sem við eigum raunverulegan möguleika á að ná í stig gegn. Við erum allavegna brattir fyrir þessum drætti en ábyggilega hefur það verið mismunandi hvaða liðum menn hefðu viljað mæta.“ Hann viðurkennir að þekkja ekki mikið til þeirra liða sem Blikar eru að fara mæta. „Ég þekki þau ekki neitt, skoða bara á einhverjum síðum hvar þau spila og hvaða úrslit þau ná í. Ég get ekki nefnt einn leikmann í þessum liðum en við vitum að þau lið sem eru komin þetta langt í keppninni eru öll gífurlega sterk.“ Verkefnið fram undan sé afar áhugavert. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og lengir keppnistímabilið. Sumir af okkur eru búnir að blása af Tenerife-ferðir í október og fleira. Þetta er bara geðveikt og ótrúlega gaman að upplifa þetta með Breiðabliki.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Sjá meira