Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Íþróttadeild skrifar 1. september 2023 23:30 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool. Liverpool Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sjá meira