Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Íþróttadeild skrifar 1. september 2023 23:30 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool. Liverpool Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Mest lesið Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði tryllti fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira