Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Atli Ísleifsson skrifar 31. ágúst 2023 16:38 Bjarni, Bjarkey og Bryndís hafa farið með formennsku í nefndum þingsins það sem af er kjörtímabili. Nú verður stokkað upp. Vísir/Vilhelm Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira
Við endurnýjun stjórnarsamstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar árið 2021 var ákveðið að á miðju kjörtímabili yrðu gerðar breytingar á nefndarsetu og hefur undirbúningur þess staðið yfir á stjórnarheimilinu síðustu vikurnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun formennska í fjárlaganefnd færast til Framsóknarflokksins en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur farið með formennsku í nefndinni það sem af er kjörtímabili. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, mun láta af nefndarformennsku í utanríkismálanefnd, en formennska í nefndinni mun færast til þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn Vinstri grænna munu á móti taka við formennsku í velferðarnefnd, þar sem Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar, hefur farið með formennsku, og sömuleiðis í umhverfis- og samgöngunefnd þar sem Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokki, hefur farið með formennsku. Formennska í allsherjar- og menntamálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd verður áfram á hendi Sjálfstæðismanna, en Bryndís Haraldsdóttir hefur farið með formennsku í þeirri fyrrnefndu og Guðrún Hafsteinsdóttir í þeirri síðarnefndu. Guðrún lét af formennsku í nefndinni þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumar. Formennska í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd verður áfram á könnu þingmanns úr stjórnarandstöðunni, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, hefur farið þar með formennsku. Alþingi verður sett þriðjudaginn 12. september og fer stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fram miðvikudagskvöldið 13. september. Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2024 fer fram fimmtudaginn 14. september og heldur áfram föstudaginn 15. september.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Sjá meira