Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 14:01 Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki ætla sér í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira