Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:16 Skaftá séð úr flugvél Ragnars Axelssonar fyrir hádegi í dag. Vísir/RAX Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu. Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu.
Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55