Innlent

Lokanir á fjallvegum vegna hlaup í Skaftá

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eystri sigketillinn í Skaftárjökli. Myndina tók Ragnar Axelsson á flugi yfir jökulinn í síðustu viku.
Eystri sigketillinn í Skaftárjökli. Myndina tók Ragnar Axelsson á flugi yfir jökulinn í síðustu viku. Vísir/RAX

Lögreglan á Suðurlandi vekur athygli á lokunum á fjallvegum vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá. Í tilkynningu segir að staðan sé reglulega metin með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Almannavörnum.

Eftirtaldar lokanir eru í gildi vegna yfirstandandi hlaups í Skaftá:

  • Landmannalaugar inn á Fjallabak-nyrðra inná F-208
  • Skaftártungnavegur (vegur 208) frá Búlandi
  • Inn á Álftavatnskrókinn á vegi F-210 inná F-233
  • Vestan við vað yfir Hólmsár gatnamót F-210 og F-232

Brennisteinsvetnismengunar getur gætt þar sem hlaupvatn kemur undan jökli og getur skaðað slímhúð í öndunarfærum og augum auk þess sem árnar geta flætt yfir bakka og vegi sem liggja þeim nærri. Ferðafólki er því eindregið ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár ofan Skaftárdals svo og jöðrum Skaftárjökuls, Tungnaárjökuls og Síðujökuls á meðan hlaupið stendur yfir.

Send hafa verið út SMS boð til fólks á svæðinu við Skaftá þar sem varað er við hættunni og það beðið um að yfirgefa svæðið. Ekki er hægt að útiloka að SMS-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur beðinn um að hafa það í huga.


Tengdar fréttir

Ó­veðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi

Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag.

Virkja SMS skila­boð vegna Skaft­ár­hlaups

Lögreglustjórinn á Suðurlandi og Almannavarnir virkjuðu í dag SMS skilaboð sem senda verða til fólks sem fer inn á skilgreint svæði nálægt Skaftá. Ástæðan er Skaftárhlaupið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×