Hugsanlegt að Skaftárhlaup hafi náð hámarki Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 11:16 Skaftá séð úr flugvél Ragnars Axelssonar fyrir hádegi í dag. Vísir/RAX Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands funda í dag og kanna hvort flóðatoppnum í Skaftárhlaupi sem hófst í gær sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Að sögn bónda á svæðinu er vatnsmagnið minna nú en oft áður og heimafólk ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu. Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Skaftárhlaup hefur haldið áfram að vaxa með jöfnum hraða undanfarinn sólarhring. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ekki enn ljóst úr hvorum katlinum flæði en gervihnattamyndir sem Háskóli Íslands greindi í gær virtust benda til þess að það kæmi úr eystri katlinum. „En ef við skoðum rennslisferilinn þá minnir hann um margt til á vestari ketilinn. Þannig það er erfitt að segja fyrr en við fáum frekari gögn af svæðinu,“ segir Einar Hjörleifssson, náttúruvásérfræðingur. Of snemmt að segja til um hvort toppnum sé náð Sérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands munu funda klukkan 14 í dag og kanna hvort flóðatoppnum sé náð eða hvort hann geti farið hækkandi. Skaftárhlaupið er með minna móti að sögn Ragnars Axelssonar ljósmyndara sem flaug yfir ána yfir í morgun. Hann hefur myndað mörg Skaftárhlaupin í gegnum árin.Vísir/RAX „Það virðist vera að fletjast út en eins og er er of snemmt að segja til um hvort það sé búið að ná hámarki eða muni halda áfram að hækka. Við verðum bara að leyfa tímanum að líða og halda áfram að fylgjast með þessu í dag,“ segir Einar. „Þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi“ Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum í Skaftártungu segir hægan vöxt í ánni eins og er. „Þetta ekkert vatnsmagn miðað við það sem áður hefur verið, ekki þannig. En á meðan þetta er að vaxa veit maður ekkert hvað þetta verður mikið. Á meðan vöxturinn er stöðugur getur orðið heilmikið hlaup, það getur orðið mikið vatnsmagn ef þetta er lengi að vaxa.“ Heimafólk sé ekki ekki uggandi yfir stöðunni eins og er. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum segir heimafólk ekki hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi Skaftárhlaupi eins og er.Vísir/Egill „En þessu fylgja alltaf ákveðin leiðindi. Varnargarðar skemmast og þetta fer út á landið og brýtur bakka. Svo þegar það fer að fjara og þornar þá rýkur þetta um allt þessi jökulleðja. Þetta fer um allt og er svona heldur hvimleitt,“ segir Gísli Halldór Magnússon, bóndi í Skaftártungu.
Skaftárhreppur Náttúruhamfarir Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00 Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Óveðrið um helgina gæti komið af stað öðru hlaupi Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Skaftárhlaups og lögreglan á Suðurlandi hefur ákveðið að loka nokkrum vegum á svæðinu. Bóndi á Ytri Ásum við Skaftá hafa verið óvenju hraðan snemma í morgun en orðið hefðbundnari í dag. 29. ágúst 2023 23:00
Lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaupsins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna Skaftárhlaups. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. 29. ágúst 2023 10:55