Fótbolti

Viðar Ari á leið til Noregs eftir mánaðardvöl hjá FH

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viðar Ari í leik með FH.
Viðar Ari í leik með FH. Vísir/Vilhelm

Knattspyrnumaðurinn Viðar Ari Jónsson er á leið til norska félagsins HamKam frá FH.

Viðar lék með ungverska félaginu Honvéd á síðasta tímabili, en skipti yfir til FH fyrir um mánuði síðan. Hann lék fjóra leiki fyrir Hafnarfjarðarfélagið og skoraði í þeim eitt mark.

Það er Stian André de Wahl, blaðamaður norska miðilsins Nettavisen, sem greinir frá því á X, áður Twitter, að Viðar Ari sé á leið til HamKam. Viðar fer í læknisskoðun hjá félaginu í dag og verður því ekki með FH-ingum þegar liðið mætir KA í Bestu-deildinni síðar í dag.

Viðar þekkir vel til í norska boltanum, en hann hefur áður leikið með Brann og Sand­efjord. Hann verður ekki eini Íslendingurinn hjá HamKam því Brynjar Ingi Bjarnason gekk í raðir félagsins fyrir yfirstandandi tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×