Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 15:07 Ásakanir á hendur Till Lindemann hrönnuðust upp í maí. Enginn þeirra sem bar á hann ásakanir vildi tjá sig um málið við embætti saksóknara í Berlín. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira