Rannsókn hætt á meintum brotum Rammstein söngvarans Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2023 15:07 Ásakanir á hendur Till Lindemann hrönnuðust upp í maí. Enginn þeirra sem bar á hann ásakanir vildi tjá sig um málið við embætti saksóknara í Berlín. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Rannsókn á meintum kynferðisbrotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljómsveitarinnar Rammstein, hefur verið hætt af saksóknara í Þýskalandi. Ástæðan er að ekki fundust nægilega mikil sönnunargögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni. Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Greint var frá því í júní síðastliðnum að saksóknari í Berlín hefði opnað rannsókn á hendur Lindemann. Tugir kvenna stigu fram í sumar og sökuðu Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Breski miðillinn Guardian hefur eftir embætti saksóknara að við rannsókn málsins hefðu engin sönnunargögn fundist. Þá hefði vitnisburður reynst ótrúverðugur auk þess sem meintir brotaþolar sem stigu fram á Reddit hafi ekki viljað vera vitni í málinu hjá embætti saksóknarans. Í maí síðastliðnum steig Shelby Lynn, norður-írskur aðdáandi sveitarinnar, fyrst fram með ásakanir á hendur söngvaranum. Hún sagðist telja að söngvarinn hefði byrlað sér þegar hann bauð henni baksviðs, fyrir tónleika Rammstein í Vilníus, höfuðborg Litáen í maí. Tillman hefði auk þess brugðist reiður við því þegar hún hafi neitað að sofa hjá honum. Í umfjöllun miðilsins er haft eftir saksóknara að ásakanir Shelby hafi þegar á hólminn er komið reynst óskýrar og að í ljós hafi komið að Shelby hafi sjálf ekki orðið vitni að neinu saknæmu. Í kjölfar þess að Shelby steig fram lýstu tugir kvenna svipaðri sögu á Reddit síðu þungarokkshljómsveitarinnar. Virtust lýsingarnar margar vera keimlíkar, eða alveg eins, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. Sjálfur hefur Till Lindemann staðfastlega neitað sök og sveitin gefið frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í yfirlýsingunni sagði að sveitin þætti öryggi aðdáenda sinna á tónleikum sveitarinnar vera það sem öllu máli skiptir. Ásökunum væri ekki tekið af léttúð. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og meðal annars verið rætt í þýska þinginu, þar sem þingmenn hafa lagt fram fyrirspurnir um hvar málið hafi verið statt hjá saksóknara, sem varðist öllum fréttum þar til nú. Þá hefur bókaútgefandinn KiWi slitið útgáfusamningi sínum við Lindemann vegna málsins, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans.
Þýskaland Tónlist Kynferðisofbeldi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira