Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12. Vísir

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur einsýnt að matvælaráðherra leyfi hvalveiðar að nýju og segir hana hafa brotið lög með því að banna þær. Verði það ekki niðurstaðan muni hafi það alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Von er á nýrri skýrslu um hvernig draga má úr frávikum við veiðar á langreyðum í dag.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.

Þar verður einnig fjallað yfirvofandi verðhækkanir á landbúnaðarvörðum hér á landi sem þó hafa hækkað undanfarna mánuði. Lélegri afkomu í landbúnaði er kennt um í bland við stýrivaxtahækkanir.

Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir gera þurfi Strætó rekstrarhæfann og fjölga forgangsakreinum svo hægt verði að koma samgöngum á höfuðborgarsvæðinu í lag. Borgarlínan sé mögulega of umdeilt verkefni til að ráðast strax í.

Í Sportpakkanum heyrum við ummæli þjálfara Breiðabliks og Víkings eftir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×