Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:27 Breiðablik og Víkingur eiga að mætast á Víkingsvelli á morgun. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku. Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Leikur Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla er á dagskrá klukkan 19:15 annað kvöld á Víkingsvelli. Þegar leikurinn fer fram verða aðeins liðnir rúmir þrír sólarhringar síðan flautað var til leiksloka í fyrri leik Blika gegn norður-makedónska liðinu Struga í umspili Sambandsdeildarinnar. Seinni leikurinn í einvíginu fer fram næstkomandi fimmtudag. Breiðablik óskaði eftir því við KSÍ snemma í síðustu viku að leik liðsins gegn Víkingi á morgun yrði frestað. Hann yrði þess í stað leikinn í landsleikjahléi Bestu deildarinnar svo liðið fengi meiri hvíld fyrir seinni leikinn gegn Struga Í viðtali við Harald Haraldsson framkvæmdastjóra Víkinga, sem birtist á Fótbolti.net í vikunni, sagði hann að Víkingar vildu ekki spila leikinn í landsleikjahléinu þar sem leikmenn liðsins væru þá fjarverandi í landsliðsverkefnum. Svar barst frá KSÍ í gær vegna beiðni Breiðabliks þar sem Blikum var neitað um frestun en við frestanir sem þessar þarf samþykki beggja liða að vera fyrir hendi. Andstæðingarnir fá vikufrí Nú undir kvöld greindi síðan Fótbolti.net frá því að Breiðablik hefði sent beiðni til KSÍ um að ákvörðun stjórnar sambandsins yrði endurskoðuð. Í samtali við íþróttadeild staðfesti framkvæmdastjóri Breiðabliks Eysteinn Pétur Lárusson að Blikar hefðu sent inn beiðni síðdegis í dag til KSÍ um að endurskoða ákvörðun sína. Breiðablik hafði engin viðbrögð fengið nú undir kvöld nema um að erindi Blika væri móttekið. Fyrr í dag tók knattspyrnusamband Norður-Makedóníu ákvörðun um að fresta leik FC Struga sem átti að fara fram á morgun. Leikmenn Struga fá því vikufrí á milli leikjanna tveggja við Breiðablik. Þetta er þriðji leikur Struga sem frestað er til að auðvelda liðinu Evrópuundirbúning sinn. Í greinargerð sinni til KSÍ í dag vísaði Breiðablik til jafnréttissjónarmiða og óskuðu eftir að stjórn KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína. Blikar geta orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópukeppni nái þeir að vinna einvígið gegn Struga en síðari leikur liðanna fer fram á fimmtudag í næstu viku.
Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu KSÍ Tengdar fréttir Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30 Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport John Cena hættur að glíma Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku. 25. ágúst 2023 14:30
Umfjöllun: Struga - Breiðablik 0-1 | Blikar með yfirhöndina eftir fyrri leikinn Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu. Markið skoraði Höskuldur Gunnlaugsson á 35. mínútu. Liðin mætast svo í seinni viðureign umspilsins á Kópavogsvelli eftir eina viku. 24. ágúst 2023 17:06