Vísar gagnrýni á bug Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. ágúst 2023 21:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, vísaði allri gagnrýni á ríkisfjármálin á bug. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Vísir/Steingrímur Dúi Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent