„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2023 19:11 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti á blaðamannafundi í morgun áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í 17 milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun. Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Uppsagnir hjá ríkisstarfsmönnum er meðal aðgerða sem gripið verður til hjá stofnunum til að hagræða í rekstri ríkisins. Spara á fimm milljarða með lækkun launakostnaðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir erfitt að segja til um nákvæmar tölur í því samhengi en það geti komið ólíkt niður á einstökum ríkisstofnunum. „Í sumum tilvikum verður hægt að gera það með því að endurráða ekki í störf sem eru að losna. Starfsmannavelta er töluverð í ríkiskerfinu eins og annars staðar í samfélaginu. Góðu fréttirnar eru þær að atvinnustigið á Íslandi er hátt, þeir sem mögulega missa störf sín eru þá að koma út á vinnumarkað þar sem er eftirspurn eftir fólki. En útfærslan á þessu öllu ræðst af samtali milli ráðuneyta og einstakra ríkisstofnana,“ sagði Bjarni. En það er ekki hægt að draga fjöður yfir það, einhversstaðar mun þurfa að hagræða. Hann útilokar ekki að til uppsagna komi í ráðuneytunum. „Það er alveg viðbótar aðhaldskrafa á ráðuneytin. Það getur birst með ýmsum hætti, það kann að birtast með því að það verði ekki ráðið aftur í stöður sem losna. Í einhverjum tilvikum er ekki hægt að útiloka að það verði fækkun.“ Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Allt stefnir í að staða ríkissjóðs verði hundrað milljörðum krónum betri en spáð var fyrir um í fyrra.Vísir/Vilhelm Aukin gjöld á skemmtiferðaskip og fiskeldisfyrirtæki Samhliða þessum aðgerðum er gert ráð fyrir tekjuráðstöfunum að svipuðu umfangi. Mestu muni þar um notkunargjöld vegna rafmagns- og tengiltvinnbifreiða, aukna gjaldtöku á ferðaþjónustu, þ.á.m. af skemmtiferðaskipum, og hækkun gjalds á fiskeldisfyrirtæki á árinu 2024. „Skemmtiferðaskiptin og viðbótargjaldtaka af fiskeldinum munu skila nokkrum milljörðum, um þremur til fimm milljörðum,“ segir Bjarni. „Þannig að þetta, ásamt nýju gjaldakerfi fyrir rafmagns og tengiltvinnbifreiðar sem munu nú fara að borga fyrir það að nota vegakerfið, bara til jafns við aðrar bifreiðar, mun skila ríkjunum tekjum á móti þessum aðhaldsráðstöfunum.“ Hlutverk Seðlabankans frekar en ríkisstjórnarinnar að ná tökum á verðbólgunni Bjarni segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid faraldrinum en Ísland. Þá hafi sýnt sig að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Bjarni segir að vörður verði áfram staðinn um framlínustarfsemi, meðal annars á sviði heilbrigðismála, löggæslu, dómstóla og menntamála. Vísir/Vilhelm „Það er í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið. Við erum langt á undan áætlun að ná endum saman í ríkisfjármálum, og ég hef trú á að við getum náð tökum á verðbólgunni þó það sé meginhlutverk Seðlabankans að gera það,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Hér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af blaðamannafundinum í morgun.
Rekstur hins opinbera Alþingi Fjárlagafrumvarp 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira