Vísar gagnrýni á bug Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 26. ágúst 2023 21:13 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, vísaði allri gagnrýni á ríkisfjármálin á bug. Hann segir að tölurnar tali sínu máli. Vísir/Steingrímur Dúi Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum. Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn héldu flokksráðsfundi sína í dag. Á fundi Vinstri grænna sagði forsætisráðherra að í síðustu kosningum hefði ríkisstjórnin fengið afgerandi stuðning og því haldið samstarfi sínu áfram. „Það hefur hins vegar verið, eins og varaformaður okkar kom hér inn á í sinni ræðu, verið titringur í samstarfinu. Og í dag heldur samstarfsflokkur okkur, Sjálfstæðisflokkurinn, líka sinn flokksráðsfund og ætlar að ræða stöðu sína í ríkisstjórnarsamstarfinu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í ræðu sinni. Og það var það sem Sjálfstæðismenn gerðu á sínum fundi á Hilton í dag. „Við ræðum stjórnarsamstarfið svo sannarlega og göngumst við því að það er krefjandi að vera í þriggja flokka ríkisstjórn og ýmsar áskoranir því samfylgjandi,“ sagði Bjarni Benediktsson við fréttastofu. Pólitískur stöðugleiki skipti máli og segir Bjarni nauðsynlegt að finna lausnir. „Nú ef þær aðstæður koma upp að það er ekki mögulegt þá bregðumst við við í samræmi við tilefnið,“ sagði hann einnig. Bjarni Benediktsson kynnir aðhald í ríkisrekstriVísir/Vilhelm Ríkisfjármálin ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum Fjármálaráðherra tilkynnti í gær um aðgerðir í hagræðingar í rekstri ríkisins til að draga úr verðbólguþrýstingi. Hann sagði jafnframt að það væri ekki hlutverk ríkisfjármálanna að vinna bug á verðbólgunni heldur Seðlabankans. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir undrun sinni á yfirlýsingu ráðherra og telja hann bera mikla ábyrgð á verðbólgunni. Bjarni segir þó tölurnar tala sínu máli. „Ríkisfjármálin eru ekki að gera seðlabankanum erfitt að ná sínum markmiðum. Það er mín skoðun og þeim er frjálst að hafa sína skoðun á því. Svo er það einfaldlega þannig að það er skrifað í lög hvert meginhlutverk seðlabankans er. Þannig ef menn vilja gera ágreining við um það veit ég ekki alveg hvert menn eru komnir,“ sagði hann. Aðalatriðið sé að ríkisfjármálin séu að þróast á réttan veg, langt fram úr áætlunum. „Þess vegna segi ég bara fullum fetum að ríkisfjármálin eru ekkert að þvælast fyrir Seðlabankanum í að ná markmiðum sem þau þurfa að gera. Ég hafna því þess vegna allri orðræðu um það að orsakir fyrir verðbólgu sé að finna í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. En berð þú einhverja ábyrgð á því sem fjármálaráðherra að ná þessari verðbólgu niður? „Það er auðvitað lykilatriði að ríkisfjármálin torveldi ekki bankanum að ná markmiðum sem við höfum falið honum að ná og ég tel að við séum að standa okkur vel í því hlutverki,“ sagði Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Tengdar fréttir „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11