Sakar Jenni Hermoso um lygar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. ágúst 2023 11:22 Þetta er ein af fjórum myndum sem spænska knattspyrnusambandið sendi fjölmiðlum í morgun til að sýna fram á að Jenni Hermoso fari með rangt mál. Það hefur hótað henni og fleiri knattspyrnukonum lögsókn neiti þær að spila með spænska landsliðinu RFEF Spænska knattspyrnusambandið ver formann sinn með kjafti og klóm. Það segir Jenni Hermoso fara með ósannindi og bendir á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu séu þær valdar í liðið. „Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum. Spánn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira
„Ég segi ekki af mér.“ Ekki sjaldnar en fimm sinnum lét Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, umheiminn heyra það að hann ætlaði ekki að segja af sér, akkúrat þegar allir héldu að hann væri að fara að gera hið gagnstæða. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=B0w_EW0x0n0">watch on YouTube</a> Þetta var ekkert minna en sprengja inn í umræðu sem staðið hefur síðan á sunnudag, þegar spænsku landsliðskonurnar urðu heimsmeistarar í fótbolta og Rubiales kyssti Jenni Hermoso á munninn. Synd og skömm að fögnuðurinn falli í skuggann Og eins og Cata Coll, markvörður spænska landsliðsins, sagði á samfélagsmiðlum í gær, þá er það í raun synd og skömm að þjóðin skuli ekki vera að fagna þessum 23 fótboltakonum í stað þess að rífast um tilveru eins karls sem stendur í stafni skútunnar og neitar að fara frá borði. Spænsk stjórnvöld kæra Rubiales Eftir yfirlýsingu Rubiales ákváðu spænsk stjórnvöld að kæra málið til spænska íþróttadómstólsins og stefna að því að koma honum frá völdum innan nokkurra daga. Miquel Iceta, íþróttamálaráðherra Spánar segir í samtali við El País í morgun að ríkisstjórnin ætli að gera allt sem í valdi hennar stendur til að koma Rubiales frá. Jenni Hermoso sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi um að hún væri hætt með landsliðinu þar til breytingar verði gerðar. Það sama hafa 80 fótboltakonur gert. Hermoso segir Rubiales ljúga, hún hafi aldrei gefið samþykki fyrir kossinum. Spænska knattspyrnusambandið stendur fast með formanninum Spænska knattspyrnusambandið brást hart við snemma í morgun, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem það styður formanninn, segir hann hafa sagt satt að öllu leyti og birtir fjórar myndir því til stuðnings. Sambandið bendir sömuleiðis á að fótboltakonur á Spáni geti ekki neitað að spila með landsliðinu komi kallið og það gefur í skyn að það muni fara í hart gerist þess þörf. Þessu stríði er langt í frá lokið, en það hefur eiginlega alveg gleymst að fagna heimsmeistaratitlinum.
Spánn Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Karlremban Chicharito í klandri Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Þjálfarinn sagði ekki af sér: Brotist inn í tölvupóstinn hans Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Sjá meira