„Hef ekki upplifað þessar aðstæður áður“ Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 18:23 Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir leikinn í Norður-Makedóníu. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist vera stoltur af Breiðabliksliðinu sem vann 1-0 sigur á Struga á útivelli í dag. Breiðablik er í góðri stöðu til að vera fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
„Ég met úrslitin sem mjög gott veganesti. Við vitum það auðvitað að það eru 90 mínútur eftir af þessu einvígi. Þessi úrslit hjálpa okkur ekkert nema við spilum vel á Kópavogsvelli,“ sagði Óskar Hrafn í viðtali við fréttastofu Vísis eftir leik í dag. „Ég er ánægðastur með að karakterinn í liðinu var frábær, menn lögðu allt sem þeir áttu í leikinn. Menn brugðust við erfiðum aðstæðum í síðari hálfleik en fyrri hálfleikur var ekki sérstaklega vel spilaður hjá okkur,“ bætti Óskar Hrafn við en mikið bætti í vindinn í síðari hálfleik og gekk leikmönnum illa að ná að spila boltanum almennilega sín á milli. „Stundum er það þannig þegar þú ert á erfiðum útivelli í Evrópu þá er það ekki alltaf frammistaðan sem skiptir öllu. Ég var gríðarlega ánægður með karakterinn, dugnaðinn og þrautseigjuna sem liðið sýndi.“ Óskar Hrafn sagði að snögg breyting á aðstæðum hefðu komið hans mönnum aðeins á óvart í síðari hálfleik. „Það kom aðeins í bakið á okkur í hálfleik því það snerist hressilega. Við vissum að þetta væri gott lið, væri gott í fótbolta og með sterka einstaklinga. Við vissum líka að þeir yrðu fljótir að pirra sig ef hlutirnir gengu ekki. Ég hefði viljað að við hefðum haldið aðeins betur í boltann en í seinni hálfleik var það hálf ómögulegt.“ „Ég er stoltur af þeim“ Liðin mætast í síðari leik einvígisins á Kópavogsvelli í kvöld. Þar fær Breiðablik möguleika á því að verða fyrsta íslenska liðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. „Ég held að þetta verði allt annar leikur. Ég held að þessi leikur hafi bara átt sitt líf og Blikaliðið þurfti að gera hluti sem það hefur ekkert endilega verið þekkt fyrir. Að fara langt, vinna annan bolta og reyna að djölfast meira en að spila fótbolta. Á Kópavogsvelli þurfum við að mæta þeim hærra og halda betur í boltann. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því.“ „Við vitum það líka að þetta er gott lið. Við þurfum að spila vel til að fara áfram og við þurfum að spila vel á Kópavogsvelli til að þetta veganesti nýtist okkur.“ Hann sagði að hann hefði ekki upplifað áður þær aðstæður sem voru í Struga í dag. „Maður hefur spilað í snjóstormi á Íslandi en þetta var mjög sérstakt. Það er líka mikill hiti og þungt loft. Síðan kemur þessi vindur og hann er mjög hvass, bálhvass og síðan fylgir með sandur og möl einhvers staðar fyrir utan völlinn. Þetta voru gríðarlega erfiðar aðstæður og reyndu virkilega á liðið.“ „Ég er stoltur af þeim og þakklátur fyrir að þeir stóðust þessa prófraun sem þeir voru settir í sem var að búa til gott veganesti fyrir seinni leikinn.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira