Fótbolti

Her­mos­o og FIF­PRO vilja að hegðun á­genga for­­setans hafi af­­leiðingar

Aron Guðmundsson skrifar
Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins
Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty

Jenni Her­mos­o, á­­samt leik­manna­­sam­tökunum FIF­PRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun for­­seta spænska knatt­­spyrnu­­sam­bandsins, Luis Ru­bi­a­­les, eftir úr­­slita­­leik heims­­meistara­­móts kvenna í fót­­bolta.

Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Ru­bi­a­les gerði allt brjálað þegar hann rak Her­mos­o rembings­koss eftir að Spánn varð heims­meistari á sunnu­daginn. Spán­verjar unnu Eng­lendinga, 1-0, í úr­slita­leiknum í S­yd­n­ey.

Upp­haf­lega sagðist Her­mos­o ekki hafa líkað við þessa hegðun for­setans en í í yfir­lýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knatt­spyrnu­sam­bandið, degi seinna sagði hún hegðun Ru­bi­a­les hafa verið drifna á­fram af hvat­vísi þar sem að hann vildi koma ást­úð sinni og þakk­læti á fram­færi við liðið.

Gagn­rýnin á hendur Ru­bi­a­les hefur komið úr mörgum áttum undan­farna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Her­mos­o, FIF­PRO og um­boðsskrif­stofa Her­mos­o, TMJ hafa gefið út sam­eigin­lega yfir­lýsingu.

„Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér af­leiðingar. Að ráð­stafanir séu gerðar til að vernda fót­bolta­konur fyrir svona hegðun, sem við teljum ó­á­sættan­lega,“ segir meðal annars í yfir­lýsingunni.

FIF­PRO leik­manna­sam­tökin vilja að Al­þjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið hefji rann­sókn á Ru­bi­a­les.

„Það er mjög grát­lega að svona sér­stök stund fyrir leik­menn spænska lands­liðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna ó­við­eig­andi fram­komu ein­stak­lings í á­byrgðar­mikilli stöðu.“

Ru­bi­a­les hefur verið harð­lega gagn­rýndur fyrir kossinn. For­sætis­ráð­herra Spánar, Pedro Sánchez, sagði fram­komu hans meðal annars ó­á­sættan­lega og að af­sökunar­beiðni hans dygði skammt.

Þá hefur fyrrum sam­starfs­kona Ru­bi­a­les stigið fram og sakað hann um kyn­ferðis­lega á­reitni á vinnu­stað. At­vikið átti sér stað fyrir framan stór­stjörnurnar Gerard Piqu­e, Iker Casillas og Sergio Busquets.

Í sjón­varps­við­tali segir Tamara Ramos Cruz að Ru­bi­a­les hafi niður­lægt sig í­trekað.

Þá bárust af því fréttir í gær að Ru­bi­a­les sé sakaður um að hafa nýtt peninga sam­bandsins á ó­eðli­legan hátt og gæti fengið á sig kæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×