Hermoso og FIFPRO vilja að hegðun ágenga forsetans hafi afleiðingar Aron Guðmundsson skrifar 24. ágúst 2023 07:38 Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins og Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins Vísir/Getty Jenni Hermoso, ásamt leikmannasamtökunum FIFPRO kalla eftir því að tekið verði á hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins, Luis Rubiales, eftir úrslitaleik heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Sky Sports núna í morgun en Rubiales gerði allt brjálað þegar hann rak Hermoso rembingskoss eftir að Spánn varð heimsmeistari á sunnudaginn. Spánverjar unnu Englendinga, 1-0, í úrslitaleiknum í Sydney. Upphaflega sagðist Hermoso ekki hafa líkað við þessa hegðun forsetans en í í yfirlýsingu af hennar hálfu, í gegnum spænska knattspyrnusambandið, degi seinna sagði hún hegðun Rubiales hafa verið drifna áfram af hvatvísi þar sem að hann vildi koma ástúð sinni og þakklæti á framfæri við liðið. Gagnrýnin á hendur Rubiales hefur komið úr mörgum áttum undanfarna daga en nýjustu vendingar eru nú þær að Hermoso, FIFPRO og umboðsskrifstofa Hermoso, TMJ hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu. „Við viljum sjá til þess að svona hegðun hafi í för með sér afleiðingar. Að ráðstafanir séu gerðar til að vernda fótboltakonur fyrir svona hegðun, sem við teljum óásættanlega,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. FIFPRO leikmannasamtökin vilja að Alþjóðaknattspyrnusambandið hefji rannsókn á Rubiales. „Það er mjög grátlega að svona sérstök stund fyrir leikmenn spænska landsliðsins, sem átti sér stað fyrir augum alls heimsins, skuli hafa verið svert vegna óviðeigandi framkomu einstaklings í ábyrgðarmikilli stöðu.“ Rubiales hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir kossinn. Forsætisráðherra Spánar, Pedro Sánchez, sagði framkomu hans meðal annars óásættanlega og að afsökunarbeiðni hans dygði skammt. Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. Þá bárust af því fréttir í gær að Rubiales sé sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru.
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira