„Ég var að velta fyrir mér hver væri liturinn á undirfötunum þínum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:30 Luis Rubiales er forseti spænska knattspyrnusambandsins. Vísir/Getty Enn fjölgar hneykslismálum er varða forseta spænska knattspyrnusambandsins. Hann er nú sakaður um að hafa nýtt peninga sambandsins á óeðlilegan hátt og gæti fengið á sig kæru. Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Luis Rubiales hefur verið í sviðsljósinu eftir að Spánn tryggði sér heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu á sunnudaginn. Eftir leikinn sást hann kyssa leikmann Jennifer Hermoso liðsins á munninn þegar hann óskaði henni til hamingju með sigurinn. Hann baðst á endanum afsökunar eftir að hafa áður gert lítið úr atvikinu. Þá sást hann einnig grípa um klof sitt í stúkunni þegar hann fagnaði sigrinum, nánast fyrir framan nefið á spænsku konungsfjölskyldunni. Spænsk knattspyrnuyfirvöld hafa boðað til krísufundar sem gæti jafnvel farið fram strax á morgun. Sambandið sendi frá sér tilkynningu um neyðarfund hjá stjórn sambandsins þar sem kemur fram að þetta mál verði tekið fyrir sem agamál. Spænska stórblaðið Marca segir að Rubiales ætli ekki að segja af sér og ætli að verja sig á neyðarfundi stjórnarinnar. Notaði peninga sambandsins til að greiða fyrir ferð til New York Sú vörn gæti hins vegar reynst þrautin þyngri þar sem ásökunum á hendur Rubiales fjölgar enn. Hann hefur nú verið sakaður um að hafa tekið mexíkanska konu með sér í sex daga frí til New York undir því yfirskini að um vinnutengda ferð væri að ræða. Peningar spænska knattspyrnusambandsins voru meðal annars notaðir til að greiða fyrir flug, hótelherbergi og bílaleigubíl á meðan á ferðinni stóð. Þá á Rubiales að hafa logið til um fundi sem hann ætlaði að sækja. Hann er sagður hafa sagt við sitt nánasta fólk að segja að hann myndi sækja fundi með forráðamönnum MLS-deildarinnar og borða kvöldverð með fólki á vegum Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt El Confidencial áttu þessir fundir sér aldrei stað. Rannsókn er hafin á málinu en Rubiales gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. Sakaður um kynferðislega áreitni í viðurvist stórstjarna Þá hefur fyrrum samstarfskona Rubiales stigið fram og sakað hann um kynferðislega áreitni á vinnustað. Atvikið átti sér stað fyrir framan stórstjörnurnar Gerard Pique, Iker Casillas og Sergio Busquets. Í sjónvarpsviðtali segir Tamara Ramos Cruz að Rubiales hafi niðurlægt sig ítrekað. „Fyrir framan fjölda fólks sagði hann að ég væri kominn til að setja á mig hnéhlífar. Ég var bara að vinna mína vinnu. Hann spurði mig einnig hver væri liturinn á undirfötum mínum þann daginn. Hann var svo valdamikill að það var erfitt að mæta honum.“ Umrætt atvik á að hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan. Aðspurð af hverju hún hafi stigið fram nú svarar Cruz: „Nú trúir fólk mér í ljósi þess að hann kyssti Hermoso án hennar samþykkis. Það kom mér ekki á óvart því ég hef þekkt hann í mörg ár og þjáðst vegna hans. Það sem kom mér á óvart var að hann gerði þetta fyrir allra augum.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Tengdar fréttir Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30 Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Krísufundur boðaður hjá spænska fótboltasambandinu Ef allt væri eðlilegt þá ættu forráðamenn spænska knattspyrnusambandsins að vera að fagna og monta sig af heimsmeistaratitli kvennalandsliðsins næstu daga. Í staðinn glíma þeir við risastórt vandamál. 23. ágúst 2023 10:30
Rapinoe segir koss Rubiales vera líkamsárás Megan Rapinoe hefur gagnrýnt forseta spænska knattspyrnusambandsins harðlega og segir að hann hafi gerst sekur um líkamsárás þegar hann kyssti Jennifer Hermoso á munninn. 23. ágúst 2023 12:00