Erlent

Óttast að móðir þeirra hafi verið síðasta fórnar­lambið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Rex Heuermann er grunaður um hrottaleg fjöldamorð.
Rex Heuermann er grunaður um hrottaleg fjöldamorð. AP/James Carbone

Ættingjar og vinir konu sem hefur verið saknað um árabil óttast að hún hafi verið fórnarlamb Rex Heuermann, sem er grunaður um að myrða fjölda kvenna. Lögreglan vestanhafs rannsakar nú hvort mál konunnar og Heuermann tengist, og þá hvort hún hafi verið síðasta fórnarlamb hans.

Julia Ann Bean var 36 ára og frá Suður-Karólínu þegar hún hvarf sporlaust í júní 2017. Þegar dóttir hennar sá ljósmynd af Heuermann á hún að hafa borið kennsl á hann.

„Ég er með gæsahúð. Ég hef séð hann,“ sagði hún í textaskilaboðum sem The Sun hefur undir höndum. „Þetta er síðasti maðurinn sem ég sá hana með,“ bætti hún við.

Vinur Bean-fjölskyldunnar hefur jafnframt haldið því fram að dóttirin hafi þekkt manninn um leið og hún sá mynd af Heurmann.

Samkvæmt honum hitti dóttirin síðast móður sína á naglasnyrtistofu, en þangað mætti hún í fylgd með manninum sem hún telur að sé Heuermann. Hann hafi þó kynnt sig með öðru nafni.

Málið, sem kennt hefur verið við Gilgo strönd í New York-ríki, hefur vakið sérstaka athygli hér á landi vegna þess að eiginkona Rex Heuermann er íslensk. Greint hefur verið frá því að hún hafi rætt við eiginmann sinn, og einnig sótt um skilnað.

Heuermann hefur neitað sök, en hann hefur verið ákærður fyrir að myrða þrjár konur og er grunaður um að hafa myrt þá fjórðu.


Tengdar fréttir

Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður

Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 

Systir Ásu Ellerup: „Við höfum ekki heyrt neitt frá henni“

Fjölskylda Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, hefur enga hugmynd um hver staðan er á henni þessa dagana eða hvar hún er niðurkomin. Þetta kemur fram í frétt á vef Daily Mail þar sem rætt er við Jóhönnu Ellerup, systur Ásu og mágkonu Heuermann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×