Innlent

Steypu­mót féllu af flutninga­bíl á Suður­lands­braut

Jón Þór Stefánsson skrifar
Á flutningabílnum voru steypumót sem féllu til jarðar og urðu til þess að Suðurlandsbraut hefur verið lokað.
Á flutningabílnum voru steypumót sem féllu til jarðar og urðu til þess að Suðurlandsbraut hefur verið lokað. Stefán Þór Steindórsson

Suðurlandsbraut er lokuð við Kringlumýrarbraut í Reykjavík þar sem að farmur féll af flutningabíl. Engin slys urðu á fólki, en nú er unnið að því að fjarlægja þau af veginum.

Samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglu er búist við því að Suðurlandsbraut verði opnuð aftur eftir tuttugu mínútur.

Í farmi bílsins voru steypumót sem féllu til jarðar, líkt og sjá má á myndum af vettvangi. Kranabíll vinnur nú að því að hífa steypumótin af veginum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×