Þjálfari Spánar kleip í brjóst samstarfskonu í úrslitaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2023 11:29 Vilda grípur um brjóst samstarfskonu sinnar. Það er ekki bara forseti spænska knattspyrnusambandsins sem hefur komist í fréttirnar fyrir ósæmilega hegðun eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna heldur einnig þjálfarinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um rembingskoss sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, rak Jennifer Hermoso eftir úrslitaleik HM í fyrradag. Spánverjar unnu leikinn með einu marki gegn engu og urðu þar með heimsmeistarar í fyrsta sinn. Ekki nóg með að Rubiales hafi kysst Hermoso á munninn því hann hélt áfram að kyssa leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum, þar á meðal Olgu Carmona sem skoraði eina markið í úrslitaleiknum. Þá greip Rubiales um klofið á sér þegar hann fagnaði heimsmeistaratitlinum í heiðursstúkunni. Skammt frá stóð spænska drottningin. Jorge Vilda, þjálfari spænska liðsins, kom sér einnig í fréttirnar fyrir ósæmilega hegðun eftir úrslitaleikinn. Eftir að Carmona skoraði markið í úrslitaleik greip Vilda nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar í spænska þjálfaraliðinu. Hann kom fyrst við öxlina á henni en færði hana svo á brjóstið. Vilda er umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Þá vakti það talsverða athygli að leikmenn liðsins fögnuðu ekki með Vilda og starfsliðinu eftir úrslitaleikinn. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um rembingskoss sem Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, rak Jennifer Hermoso eftir úrslitaleik HM í fyrradag. Spánverjar unnu leikinn með einu marki gegn engu og urðu þar með heimsmeistarar í fyrsta sinn. Ekki nóg með að Rubiales hafi kysst Hermoso á munninn því hann hélt áfram að kyssa leikmenn spænska liðsins niðri á vellinum, þar á meðal Olgu Carmona sem skoraði eina markið í úrslitaleiknum. Þá greip Rubiales um klofið á sér þegar hann fagnaði heimsmeistaratitlinum í heiðursstúkunni. Skammt frá stóð spænska drottningin. Jorge Vilda, þjálfari spænska liðsins, kom sér einnig í fréttirnar fyrir ósæmilega hegðun eftir úrslitaleikinn. Eftir að Carmona skoraði markið í úrslitaleik greip Vilda nefnilega í brjóst samstarfskonu sinnar í spænska þjálfaraliðinu. Hann kom fyrst við öxlina á henni en færði hana svo á brjóstið. Vilda er umdeildur en frægt er þegar fimmtán leikmenn spænska landsliðsins skrifuðu undir bréf þar sem þjálfunaraðferðir hans voru harðlega gagnrýndar og að hann hafi haft slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu leikmanna. Aðeins örfáir af leikmönnunum fimmtán sem sendu bréfið voru í heimsmeistaraliði Spánar. Þá vakti það talsverða athygli að leikmenn liðsins fögnuðu ekki með Vilda og starfsliðinu eftir úrslitaleikinn.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Spænski boltinn Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Tengdar fréttir Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00 Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01 Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Sjá meira
Forsetinn tjáir sig um kossinn: „Hálfvitar alls staðar“ Luis Rubiales, forseti spænska knattspyrnusambandsins, hefur tjáð sig um rembingskossinn sem hann rak Jennifer Hermoso eftir að Spánn varð heimsmeistari í fótbolta kvenna. 21. ágúst 2023 16:00
Tjáir sig á ný um rembingskossinn heimsfræga Jennifer Hermoso, leikmaður spænska landsliðsins í fótbolta, segir að rembingskoss sem hún fékk á munninn frá forseta spænska knattspyrnusambandsins hafi aðeins verið hans leið til að sýna ástúð sína í kjölfar þess að Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Hún gerir lítið úr atvikinu í yfirlýsingu sem barst AFP fréttaveitunni. 21. ágúst 2023 10:01