Barcelona montar sig af fjölda leikmanna Barca í heimsmeistaraliðum Spánverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 14:31 Spænsku landsliðskonurnar Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina fagna heimsmeistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer Spánverjar eru heimsmeistarar í fótbolta kvenna í ár og Spánn er um leið aðeins önnur þjóðin til að eignast heimsmeistara hjá báðum kynjum í stærstu íþrótt heims. Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira