Barcelona montar sig af fjölda leikmanna Barca í heimsmeistaraliðum Spánverja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2023 14:31 Spænsku landsliðskonurnar Misa Rodriguez, Alexia Putellas, Irene Paredes, Mariona Caldentey, Jennifer Hermoso og Laia Codina fagna heimsmeistaratitlinum. Getty/Maddie Meyer Spánverjar eru heimsmeistarar í fótbolta kvenna í ár og Spánn er um leið aðeins önnur þjóðin til að eignast heimsmeistara hjá báðum kynjum í stærstu íþrótt heims. Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira
Karlalandslið Spánverjar varð heimsmeistari í fyrsta og eina skiptið fyrir þrettán árum síðan. Spánn vann þá 1-0 sigur á Hollandi í úrslitaleik en spænsku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Englandi í úrslitaleiknum sínum. Barcelona fagnar sérstaklega árangri spænska kvennalandsliðsins en taldi líka áherslu að vekja athygli á og monta sig af fjölda leikmanna Barcelona í heimsmeistaraliðum Spánverja. Í byrjunarliði spænska kvennaliðsins voru sjö leikmenn Barcelona en Börsungar áttu líka sjö leikmenn í byrjunarliði karlalandsliðsins sem varð heimsmeistari árið 2010. Fjórtán af tuttugu tveimur leikmönnum voru því leikmenn Barcelona eða 64 prósent leikmannanna. Barca leikmennirnir í byrjunarliðinu 2010 voru þeir Gerard Piqué og Carles Puyol í vörninni, miðjumennirnir Sergio Busquets, Xavi og Andrés Iniesta og framherjarnir Pedro og David Villa. Barca leikmennirnir í byrjunarliðnu 2023 voru þær Cata Coll (markvörður), miðverðirnir Laia Codina og Irene Paredes, miðjumaðurinn Aitana Bonmatí og framherjarnir Mariona Caldentey og Salma Paralluelo. Árið 2010 var það leikmaður Barcelona, Andrés Iniesta, sem skoraði sigurmarkið eftir sendingu frá varamanninum Cesc Fàbregas sem var þá leikmaður Arsenal. Fyrirliðinn var Iker Casillas, markvörður Real Madrid. Að þessu sinni skoraði Real Madrid leikmaður sigurmarkið en það var bakvörðurinn Olga Carmona eftir stoðsendingu frá Mariona Caldentey sem er leikmaður Barcelona. Carmona var fyrirliði spænska liðsins í síðustu leikjunum eftir að Ivana Andrés missti sæti sitt í byrjunarliðinu en báðar spila þær með Real Madrid. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona (@fcbarcelona)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi HM 2010 í Suður-Afríku Spænski boltinn Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Sjá meira