Hetja heimsmeistaranna fékk hræðilegar fréttir á sínum besta degi á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 08:32 Olga Carmona með heimsbikarinn og gullverðlaunin um hálsinn. Getty/Maddie Meyer Olga Carmona, fyrirliði spænska kvennalandsliðsins í fótbolta, upplifði örugglega sinn besta dag á fótboltaferlinum í gær. Dagurinn endaði aftur á móti ekki vel. Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Carmona skoraði eina marka úrslitaleiks HM og tryggði þjóð sinn heimsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í kvennaflokki. Hún var auk þess kosin besti leikmaður úrslitaleiksins og tók síðan við bikarnum í leikslok. Eftir leikinn fékk hin 23 ára gamla Carmona aftur á móti skelfilegar fréttir. Spænska knattspyrnusambandið sagði frá því á Twitter að faðir Carmona hefði dáið í aðdraganda leiksins. Leikmaðurinn fékk aftur á móti ekki fréttirnar fyrr en eftir leikinn. View this post on Instagram A post shared by MARCA (@marca) „Ég veit að þú hefur verið á horfa á mig í kvöld og ert stoltur af mér. Hvíldu í friði pabbi,“ skrifaði Olga Carmona á samfélagsmiðla. Faðir hennar dó á föstudaginn. „Án þess að vita það þá fékk ég stjörnuna mína fyrir leikinn. Ég veit að þú gafst mér styrk til að afreka eitthvað algjörlega einstakt“ Carmona hafði tekið við fyrirliðabandinu í undanúrslita- og úrslitaleiknum og skoraði sigurmark spænska liðsins í báðum leikjunum en hún spilar sem vinstri bakvörður. Tvö af þremur landsliðsmörkum hennar á ferlinum komu því í tveimur stærstu leikjum spænska liðsins á heimsmeistaramótinu. Faðir hennar hafði barist lengi við veikindi en móðir hennar og bræður hennar komu til Ástralíu til að horfa á úrslitaleikinn. Olga er frá Sevilla á Spáni en gekk til liðs við Real Madrid árið 2020. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira