Innlent

Tjón sem slagar upp í 90 milljónir

Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa
Össur á geymslueiningu í húsnæðinu sem brann og glataði þar fjölda fornbíla og öðrum antíkmunum.
Össur á geymslueiningu í húsnæðinu sem brann og glataði þar fjölda fornbíla og öðrum antíkmunum. Vísir/Steingrímur Dúi

Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir.

Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu.

Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum.

„Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu.

„Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“

„Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann.

Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er?

„Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu.


Tengdar fréttir

Reykurinn frá elds­voðanum í Hafnar­­firði úr lofti

Gríðar­legan reyk leggur nú upp frá elds­voða í iðnaðar­hús­næði á Hval­eyra­r­braut. Reykurinn sést víða á höfuð­borgar­svæðinu en slökkvi­lið vinnur enn að því að slökkva eldinn.

Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×