Tjón sem slagar upp í 90 milljónir Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 20. ágúst 2023 20:35 Össur á geymslueiningu í húsnæðinu sem brann og glataði þar fjölda fornbíla og öðrum antíkmunum. Vísir/Steingrímur Dúi Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir. Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu. Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Össur var á leið í Byko þegar hann sá reyk stíga upp frá Hvaleyrarbraut. Þegar hann kom að húsnæðinu var slökkviliðið mætt. Í viðtali við fréttastofu sagði hann að sér sýndist sem engar brunavarnir hafi verið í lagi í húsinu. Hann var sjálfur með geymsludót, bílasafnið sitt og hinn goðsagnakennda Bar 11 í húsnæðinu. Hann náði að bjarga tveimur bílum af safni sínu úr húsnæðinu en nær allt annað hafi eyðilagst í brunanum. „Við náðum að bjarga út einum Hummer og einum Trans AM, geggjuðum bíl. Annað varð eftir þarna. Það var Willis Cube 41 módelið. Það varð eftir Chevrolet Bel Air með lækkaðan topp, geggjaður bíll. Bar 11 fór allur. Allt safnið mitt, ég er búinn að safna útvörpum, símum, íslenskum leikföngum og alls konar dóti,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Það voru alls konar munir þarna inni sem ég veit að ég finn aldrei aftur. Gríðarlegt magn af glænýjum varahlutum sem áttu að fara í þessa bíla og aðra bíla sem ég er með, sem betur fer annars staðar. Ég er með sex bíla annars staðar.“ „Það bjargaðist eitthvað en gríðarlegt magn af dóti sem ég veit að ég finn aldrei aftur,“ sagði hann. Geturðu lagt mat á hversu mikið tjón þetta er? „Tilfinningalegt tjón er mikið. Peningalegt tjón, ef þú tekur húsnæðið og allan pakkann, þetta slagar örugglega í 80-90 milljónir, eitthvað svoleiðis,“ sagði Össur við fréttastofu.
Slökkvilið Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Tengdar fréttir Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46 Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04 Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Húsið ekki samþykkt íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins Húsið sem brann við Hvaleyrarbraut var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkviliðsins yfir húsnæði sem þyrfti að skoða betur. Sautján voru skráðir til heimilis í húsinu. Ekki er enn vitað hvernig eldur kviknaði í húsnæðinu. 20. ágúst 2023 17:46
Reykurinn frá eldsvoðanum í Hafnarfirði úr lofti Gríðarlegan reyk leggur nú upp frá eldsvoða í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut. Reykurinn sést víða á höfuðborgarsvæðinu en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eldinn. 20. ágúst 2023 16:04
Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar. 20. ágúst 2023 12:49