Messi orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. ágúst 2023 14:01 Lionel Messi hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar. Kevin C. Cox/Getty Images Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er orðinn sigursælasti knattspyrnumaður sögunnar. Hann vann sinn 44. titil á ferlinum í nótt er Inter Miami lagði Nashville SC í vítaspyrnukeppni í úrslitum deildabikarsins í nótt. Messi skoraði eina mark Inter Miami í venjulegum leiktíma, en staðan var 1-1 að honum loknum og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Messi og félagar höfðu þar betur, 10-9, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en markverðir liðanna stigu á punktinn. Með sigrinum tryggði Messi sér sinn 44. titil á ferlinum sem nú spannar tæp tuttugu ár. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona árið 2004 og varð spænskur meistari með liðinu vorið 2005. Lionel Messi now becomes the most decorated player in football history with 44 titles since 2004 to 2023. ✨🇦🇷 pic.twitter.com/6qFbg5gtq5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2023 Spánarmeistaratitlarnir eru nú orðnir tíu talsins með Barcelona. Með félaginu hefur Messi einnig unnið spænska konungsbikarinn sjö sinnum, spænska ofurbikarinn sjö sinnum, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Ofurbikar UEFA þrisvar og heimsmeistaramót félagsliða þrisvar. Þá varð Messi franskur meistari með PSG í þrígang, ásamt því að verða meistari meistaranna með félagi einu sinni. Með argentínska landsliðinu hefur Messi orðið heimsmeistari og Suður-Ameríkumeistari ásamt því að verða heimsmeistari unglinga með U20 ára liði Argentínu og Ólympíumeistari með U23 ára liðinu. Hann bætti svo 44. liðsverðlaununum við í nótt með Inter Miami, en einstaklingsverðlaunin eru orðin of mörg til að telja upp hér. Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Messi skoraði eina mark Inter Miami í venjulegum leiktíma, en staðan var 1-1 að honum loknum og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Messi og félagar höfðu þar betur, 10-9, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en markverðir liðanna stigu á punktinn. Með sigrinum tryggði Messi sér sinn 44. titil á ferlinum sem nú spannar tæp tuttugu ár. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona árið 2004 og varð spænskur meistari með liðinu vorið 2005. Lionel Messi now becomes the most decorated player in football history with 44 titles since 2004 to 2023. ✨🇦🇷 pic.twitter.com/6qFbg5gtq5— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2023 Spánarmeistaratitlarnir eru nú orðnir tíu talsins með Barcelona. Með félaginu hefur Messi einnig unnið spænska konungsbikarinn sjö sinnum, spænska ofurbikarinn sjö sinnum, Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Ofurbikar UEFA þrisvar og heimsmeistaramót félagsliða þrisvar. Þá varð Messi franskur meistari með PSG í þrígang, ásamt því að verða meistari meistaranna með félagi einu sinni. Með argentínska landsliðinu hefur Messi orðið heimsmeistari og Suður-Ameríkumeistari ásamt því að verða heimsmeistari unglinga með U20 ára liði Argentínu og Ólympíumeistari með U23 ára liðinu. Hann bætti svo 44. liðsverðlaununum við í nótt með Inter Miami, en einstaklingsverðlaunin eru orðin of mörg til að telja upp hér.
Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira