Innlent

Margrét nýr fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Pírata

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margrét Rós Sigurjónsdóttir
Margrét Rós Sigurjónsdóttir Píratar

Mar­grét Rós Sig­ur­jóns­dótt­ir, um­­hverf­is­­fræðing­ur og sér­­­fræðing­ur í sjálf­bærni, hef­ur verið ráðin fram­­kvæmda­­stjóri þing­­flokks Pírata.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þar kemur fram að Margrét hafi búið í Stokk­hjólmi í Sví­þjóð í þrettán ár. Þar starfaði hún hjá Natur­skydds­förenin­gen, stærstu náttúru­verndar­sam­tökum Norður­landanna, meðal annars í verk­efnum tengdum gras­rót sam­takanna sem og kosninga­tengdum verk­efnum. 

Í apríl sagði Baldur Karl Magnússon upp störfum sem framkvæmdastjóri þingflokksins. Þá var gengið frá starfslokum við tvo starfsmenn Pírata á svipuðum tíma. Sagði Björn Leví Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata að um væri að ræða skipulagsbreytingar í samtali við Vísi.

Auk þess hefur hún starfað við sjálf­bærni­mál í tengslum við veitinga­rekstur í Sví­þjóð. Margrét er með meistara­próf í sjálf­bærni frá Stock­holm Resilien­ce Centre og BS í um­hverfis­fræði frá Stokk­hólms­há­skóla

„Þing­flokkur Pírata saman­stendur af öflugu stjórn­mála­fólki sem vill standa vörð um fólk, frelsi þess og mann­réttindi. Píratar eru auk þess með raun­hæfustu um­hverfis­stefnuna af öllum flokkum á Al­þingi að mínu mati, sem skiptir mig miklu máli. Stjórn­mál hafa alltaf heillað mig og það er mjög spennandi að fá að starfa með þing­flokki Pírata í þessu pólitíska lands­lagi þar sem öflugt að­hald við stjórnar­flokkana hefur sjaldan verið mikil­vægara. Píratar eru hreyfing sem áttar sig á á­skorunum fram­tíðarinnar og ég er spennt að vinna með Pírötum í þing­störfunum og í komandi kosningum,“ segir Margrét í frétta­til­kynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×