Telja vatnið á Akranesi öruggt þrátt fyrir óbragð Kjartan Kjartansson skrifar 18. ágúst 2023 15:07 Drykkjarvatn á Akranesi kemur bæði frá lóni og borholum. Óbragðið hefur greinst víða um bæinn án sjáanlegs mynsturs. Vísir/Vilhelm Engar skaðlegar örverur fundust í sýnum sem voru tekin úr drykkjarvatni á Akranesi í gær eftir að íbúar kvörtuðu undan óbragði af því. Forstöðumaður hjá Veitum segir leit standa yfir að orsökum óbragðsins í lóni í nágrenni bæjarins. Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann. Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Tilkynningar um óbragð af vatni tóku að berast Veitum á miðvikudag. Í íbúahópi á Facebook-lýsa sumir bragðinu sem „myglubragði“. Sýni voru tekin í gær og send í ræktun en engar skaðlegar örverur komu í ljós. Veitur telja því í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að vatnið sé öruggt til neyslu, að sögn Rúnar Ingvarsdóttir, upplýsingafulltrúa Veitna. „Úr þessum sýnatökum kemur í raun það fram að þarna er ekkert hættulegt á ferðinni en engu að síður eru bragðgæðin ekki eins og við viljum hafa þau,“ segir Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum. Sérfræðingar Veitna hafa leitað að uppruna óbragðsins í gær og í dag. Þeir telja sig hafa rakið hann til lóns við Berjadalsá í hlíðum Akrafjalls. Jón Trausti segir að sýnin hafi verið tekin beggja vegna við lýsingartæki sem baðar vatnið úr lóninu í útfjólubláuljósi sem deyðir örverur. Sjálfur smakkaði Jón Trausti vatnið og lýsir bragðinu sem moldarbragði. „Við vonumst til þess að geta verið komin með greinarbetri mynd á það áður en dagurinn er á enda,“ segir Jón Trausti um rannsóknina á lóninu. Í því skyni verða myndavélar sendar ofan í lónið til þess að greina ástandið í því í dag. Jón Trausti Kárason, forstöðumaður vatns og fráveitu hjá Veitum.Aðsend Stenst öll gæðaviðmið fyrir matvæli Jón Trausti segist hafa mikinn skilning á því að fólk finnist óþægilegt að finna óbragð af drykkjarvatninu. Fyrsta sem hafi verið gert hafi verið að tryggja að ekkert hættulegt væri á ferðinni. Bragðfrávikið sé þó augljóst. „Sýnin virðist standast öll þau gæðaviðmið sem við setjum varðandi matvæli því vatnið sem kemur frá okkur er vottuð matvara. Það er ekkert sem er utan þeirra viðmiða sem gilda um það hvort vatn sé neysluhæft eða ekki. En það er þetta gæðafrávik sem snýr að bragðgæðum og það viljum við gjarnan laga og erum að vinna í,“ segir hann.
Vatn Heilbrigðismál Akranes Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira