FIDE bannar trans konum þátttöku og sviptir trans menn titlunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. ágúst 2023 07:43 Kynjaskipting í skák... vit eða vitleysa? Getty/Anadolu Agency/Omer Taha Cetin Alþjóðaskáksambandið (FIDE) hefur ákveðið að banna trans konum að taka þátt í mótum fyrir konur, að minnsta kosti tímabundið. Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“ Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira
Í yfirlýsingu segir að sambandið muni taka sér allt að tveggja ára umþóttunartíma til að meta þær breytingar sem séu að verða á bæði löggjöf ríkja og reglum íþróttasambanda hvað varðar þátttöku trans kvenna í íþróttum. „FIDE mun fylgjast með þessari þróun og kanna hvernig aðlaga má hana að skákheiminum. Tvö ár eru viðmið sem við teljum ásættanlegt fyrir gagngera greiningu á umræddri þróun,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er tekið fram að trans einstaklingar geti áfram keppt í opnum flokkum en sambandið hefur jafnframt ákveðið að trans menn sem unnu titla áður en þeir gengust undir kynleiðréttingu muni missa titlana. Ákvarðanir FIDE hafa verið harðlega gagnrýndar en Yosha Iglesias, trans kona og atvinnumanneskja í skák, segir þær munu leiða til óþarfa skaða fyrir trans einstaklinga og konur. „Þetta hörmulega ástand mun leiða til þunglyndis og sjálfsvígstilrauna,“ segir hún. Þá segir stórmeistarinn Jennifer Shahade að ákvörðunin sé „fáránleg og hættuleg“. „Það er augljóst að þeir ráðfærðu sig ekki við neinn trans skákmann við útfærsluna,“ segir hún. „Það er ekkert líkamlegt forskot í skák, nema þú trúir því menn séu betri skákmenn en konur,“ segir breska skákkonan og þingmaðurinn Angela Eagle. „Allan skákferil minn var mér sagt að heilar kvenna væru minni en heilar karla og að við ættum ekki að vera að taka þátt yfir höfuð. Bannið er fáránlegt og móðgun við konur.“
Skák Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Sjá meira