Fótbolti

„Harry mun gera leik­menn okkar betri“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Harry Kane kom inn af bekknum í leiknum gegn RB Leipzig.
Harry Kane kom inn af bekknum í leiknum gegn RB Leipzig. Vísir/Getty

Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern Munchen er handviss um að Harry Kane muni bæta lið Bayern. Hann segir að Kane geti breytt pressunni á sér yfir í góða frammistöður.

Harry Kane gekk á dögunum til liðs við Bayern Munchen og lauk þar með einni lengstu félagaskiptasögu sumarsins. Hann var í leikmannahópnum gegn RB Leipzig í leik meistara meistaranna í Þýskalandi þar sem Bayern beið lægri hlut. 

Thomas Tuchel knattspyrnustjóri Bayern efast þó alls ekki um hvaða áhrif Kane mun hafa á stjörnum prýtt lið félagsins.

„Harry Kane áhrifin munu ekki gufa upp. Áhrif hans eru á svo mörgum stigum að það er erfitt að gera sér grein fyrir því án þess að sjá það daglega.“

„Hann er mikilvægur í búningsklefanum og á vellinum vegna þess hvernig karakter hann er, hversu mikill fagmaður, hversu vel hann æfir og vegna þess að hann var fyrstur út á völl til að æfa með varaliðinu eftir tapið.“

Búist er við að Kane verði í byrjunarliði Byaern sem mætir Werder Bremen á útivelli í fyrsta deildarleiknum á föstudag.

„Hann eykur líkurnar á sigri gríðarlega. Við vitum að við munum ekki vinna hverng leik en hann mun gera leikmenn okkar betri. Ég er 100% sannfærður um það og allt sem ég sé staðfestir það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×