Reykjavíkurborg hafi eitt ár til að fella skóginn Kristinn Haukur Guðnason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 17. ágúst 2023 21:00 Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft flaggað hættunni í aðflugi vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla hjá ISAVIA, segir tímann nauman til að höggva niður um þriðjung skógarins í Öskjuhlíð. Trén skagi upp í fleti sem megi ekki hindra samkvæmt alþjóðaflugreglum. „Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“ Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira
„Við höfum ár,“ segir Sigrún Björk. „Við höfum mjög skamman tíma til þess að bregðast við þessu vegna þess hversu hátt þetta er orðið og er farið að skaga upp í þá fleti sem samkvæmt alþjóðareglum mega engar hindranir vera á. Þess vegna þarf borgina að bregðast við þessu.“ ISAVIA sendi bréf til Reykjavíkurborgar í sumar og krafðist þess að 2.900 tré á suðvesturhlið Öskjuhlíðar yrðu felld, um þriðjungur skógarins. En skógurinn nýtur verndar sem borgargarður í Reykjavík og er á Náttúruminjaskrá. Sigrún Björk segir að flugmenn hafi oft lýst erfiðum aðstæðum við aðflugið vegna hárra trjáa. „Við sendum erindi til borgarinnar til að hefja samtalið um þær leiðir sem færar eru til að bæta flugöryggi í nágrenni Reykjavíkurflugvallar,“ segir Sigrún Björk. „Hæðin á Öskjuhlíð er orðin að mjög hárri hindrun og veldur því að aðflugið að þessari flugbraut er orðið mjög bratt. Það bratt að sumar tegundir loftfara geta ekki flogið þangað.“ Margt þrengir að flugvellinum Þá segir hún að fleiri þættir þrengi að flugvellinum. Meðal annars uppbygging í Skerjafirði og Fossvogsbrúin. „Þar verða kranar settir í aðflugsstefnu norður-suðurbrautarinnar og þeir munu líka hafa áhrif á aðflug að þeirri braut. Þá erum við að gelda tvær brautir á þessum velli,“ segir Sigrún Björk. „Við erum kominn í ómöguleika með Reykjavíkurflugvöll ef þessi flugbraut verður ónothæf.“ Hægt að gróðursetja lágvaxnari tegundir Málið er nú tekið fyrir hjá umhverfis og skipulagsnefnd en hingað til hefur Reykjavíkurborg verið treg til að fella tré í Öskjuhlíðinni. Þó hafa hátt í 200 tré verið felld á undanförnum árum vegna Reykjavíkurflugvallar. „Þær myndir sem hafa verið unnar eru kannski svolítið villandi,“ segir Sigrún Björk um teikningar af því svæði sem þarf að fella á að mati ISAVIA. „Því þarna er hægt að setja til að mynda birki eða reynivið eða aðrar trjátegundir sem eru lágvaxnari og seinvaxnari en þessi flottu grenitré.“
Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Skógrækt og landgræðsla Fréttir af flugi Umferðaröryggi Tré Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Sjá meira