Haaland og Saka tilnefndir sem bæði besti og besti ungi leikmaður deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 15:01 Erling Braut Haaland og Bukayo Saka áttu báðir gott tímabil á síðasta tímabili. Tom Flathers/Manchester City FC via Getty Images Leikmannasamtökin PFA (e. Professional Footballers Association) hafa birt lista yfir þá sex leikmenn sem eru tilnefndir sem besti leikmaður tímabilsins og þá sex sem eru tilnefndir sem besti ungi leikmaður tímabilsins á síðastatímabili í ensku úrvalsdeildinni. Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Það sem vekur kannski mesta athygli er að tveir leikmenn eru tilnefndir til beggja verðlauna. Það eru þeir Erling Braut Haaland hjá Manchester City og Bukayo Saka hjá Arsenal. Báðir áttu þeir frábært tímabil fyrir sín lið, en Haaland er nýorðinn 23 ára og Saka verður 22 ára í byrjun næsta mánaðar. Norðmaðurinn Erling Braut Haaland skoraði alls 52 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum fyrir City, þar af 36 í ensku úrvalsdeildinni, og átti þar af leiðandi stóran þátt í því þegar liðið vann þrennuna frægu. Englendingurinn Bukayo Saka skoraði 15 mörk fyrir Arsenal á síðasta tímabili í öllum keppnum, þar af 14 í ensku úrvalsdeildinni, ásamt því að leggja upp önnur 11. Haaland og Saka eru þó ekki þeir einu úr sínum liðum sem tilnefndir eru því alls eru þrír leikmenn City og tveir leikmenn Arsenal á listanum yfir bestu leikmenn tímabilsins. Kevin de Bruyne og John Stones eru fulltrúar City ásamt Haaland og Martin Ødegaard er tilnefndur úr röðum Arsenal ásamt Saka. Fyrrverandi Tottenham maðurinn Harry Kane er svo sjötti maðurinn á listanum. The six nominees for the @PFA Men's Players' Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/ZpwedCvkdZ— GOAL (@goal) August 17, 2023 Þeir fjórir sem tilnendir eru ásamt Haaland og Saka sem besti ungi leikmaður tímabilsins eru þeir Moises Caicedo, sem nýlega gekk í raðir Chelsea frá Brighton, ásamt Evan Ferguson hjá Brighton, Jacob Ramsey hjá Aston Villa og Gabriel Matinelli hjá Arsenal. The nominees are in for the @PFA Men's Young Player of the Year award 🏆 pic.twitter.com/zvvbFhPzqz— GOAL (@goal) August 17, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Í beinni: KA - Fram | Hart barist á Akureyri Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira